Uppbyggingarsjóður

Markaðsstofa Reykjaness

Reykjanes Geopark

Nýsköpun

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

 • Ragnar Guðmundsson formaður
 • Fríða Stefánsdóttir
 • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
 • Brynja Kristjánsdóttir
 • Jón Emil Halldórsson
 • Jóngeir Hlinason
 • Davíð Páll Viðarsson

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Regur sjóðsins
Úthlutanir

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásmt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

 • Kjartan Már Kjartansson formaður
 • Róbert Ragnarsson varaformaður
 • Sigrún Árnadóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Ásgeir Eiríksson
 • Guðmundur Pétursson
 • Kjartan Eiríksson
 • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreyfanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

 • Róbert Ragnarsson, formaður Grindavíkurbær
 • Kjartan Már Kjartansson Reykjanesbær
 • Magnús Stefánsson Sveitarfélagið Garður
 • Guðjón Þ. Kristjánsson Sandgerðisbær
 • Berglind Kristinsdóttir Heklan – Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja
 • Kristín Vala Matthíasdóttir HS Orka
 • Magnea Guðmundsdóttir Bláa Lónið
 • Sigrún Elefsen f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Eggert Sólberg Jónsson.

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Frumkvöðull kallast sá sem hrindir í framkvæmd nýstárlegri hugmynd, t.d. á sviði viðskipta. Fyrirtæki frumkvöðuls kallast sprotafyrirtæki.

 • Félagslegur frumkvöðull – frumkvöðull sem er hvattur til að bæta samfélagið, umhverfið, menntunarkerfið eða hagkerfið. Hvatning rennur frá löngun að leysa samfélags- og fjárhagsmál
 • Framhaldsfrumkvöðull – frumkvöðull sem heldur áfram að þróa nýjar hugmyndir og stofna ný fyrirtæki
 • Lífstílsfrumkvöðull – frumkvöðull sem stofnar fyrirtæki og þróar hugmyndir í sambandi við áhugamál sín

Fréttir

Heklan

Ný vefsíða aldarafmælis sjálfstæðis og fullveldis Íslands

Opnuð hefur verið ný vefsíða í tilefni af aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands sem fagnað verður með fjölbreyttri...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Fræðsludagskrá vetrarins í samstarfi við Kaupfélag Suðurnesja

Kaupfélag Suðurnesja og Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hafa gert með sér samkomulag um sameiginlega fræðsludagskrá í vetur sem...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Samanburður fasteignagjalda á nokkrum þéttbýlisstöðm

Heildar fasteigna- og lóðarmat í Keflavík er 30656705 mkr og hefur það hækkað um 11% á milli ára Gjöldin...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Listamannalaun 2018

Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2018 í samræmi við ákvæði laga ...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands verður fagnað á næsta ári með fjölbreyttri dagskrá um land allt Kallað verður eftir...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Menningarlandið 2017 – ráðstefna um barnamenningu

Menningarlandið 2017 – ráðstefnu um barnamenningu, verður haldið í menningarhúsinu Bergi, Dalvík 13 – 14 september 2017 Megintilgangur ráðstefnunnar verður...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Myndaleikur á Reykjanesi #góðarsögur

Ímyndarverkefnið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja hefur sett af stað myndaleik...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Heimagisting einfölduð

Krafa um starfsleyfi heilbrigðisnefndar vegna heimagistingar hefur verið felld niður með breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, sem...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Nýbyggingar og fasteignaverð á Suðurnesjum

Hlutfall nýbygginga 2009 – 2011 var næst hæst á Suðurnesjum á eftir höfuðborgarsvæðinu en dróst mikið saman  2012 –...

Lesa meira

Fréttir

Heklan

Ný stjórn kosin á ársfundi byggðastofnunar

Ársfundur Byggðastofnunar var haldinn í félagsheimilinu Miðgarði í Skagafirði þriðjudaginn 25 apríl sl Á fundinum flutti Ragnhildur Hjaltadóttir ráðuneytisstjóri ræðu...

Lesa meira