Hvernig kemst ég í fjölmiðla? - Heklan
#

Hvernig kemst ég í fjölmiðla?

Fjalar Sigurðarson, markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvarinnar, mun kynna aðferðir til að ná athygli fjölmiðla og gefa hagnýt ráð varðandi það að nýta sér fjölmiðlaumfjöllun í markaðsstarfi.

Tilvalið fyrir frumkvöðla, fyrirtæki í nýsköpun, starfsmenn sveitarfélaga, menningarstofnanir, félög eða listamenn og bara alla þá sem vilja koma sér á framfæri í fjölmiðlum.

Samstarfsaðili fræðsludagskrár Heklunnar 2017/2018 er Kaupfélag Suðurnesja.

Kennari:

Fjalar Sigurðarson starfaði sem ráðgjafi í markaðs- og kynningarmálum um árabil og er nú markaðsstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Fjalar á að baki fjölbreyttan feril í íslenskum fjölmiðlum og hefur starfað í nýsköpun í tæknigeiranum.

Skrá mig á námskeið