Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja - Heklan
#

Opnað fyrir umsóknir í Uppbyggingarsjóð Suðurnesja

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja mun opna fyrir umsóknir fimmtudaginn 3. október n.k. en umsóknarfrestur er til 27. október.

Tilgangur sjóðsins er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum. Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá reglum sjóðsins. Styrkveitingar miðast við árið 2020.

Sótt er um á rafrænni umsóknargátt island.is en tengil er að finna á vefsíðu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sss.is. Þar má janframt kynna sér úthlutunarreglur sjóðsins og Sóknaráætlun Suðurnesja. Auk þess er á síðunni leiðbeinandi myndband fyrir umsækjendur.

Frekari upplýsingar og aðstoð veitir Björk Guðjónsdóttir verkefnastjóri [email protected]s eða í síma 420 3288.