Heimsókn frá Trollfjell jarðvangi - Heklan
#

Fréttir

Heimsókn frá Trollfjell jarðvangi

Fulltrúar frá norska jarðvangnum Trollfjell Geopark heimsóttu Hekluna þann 4. september sl. en þar er unnið að stofnun jarðvangs sem yrði sá þriðji í Noregi.Verkefnastjórar Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Geopark, þau Þuríður Halldóra Aradóttir og Eggert Sólbert Jónsson, tóku á móti hópnum í Salthúsinu í Grindavík þar sem verkefni jarðvanganna voru kynnt.