Ratsjáin á Reykjanesi - Heklan
#

Fréttir

Heklan

Ratsjáin á Reykjanesi

Rekur þú metnaðarfullt ferðaþjónustufyrirtæki og vilt gera enn betur?

Ratsjáin er þróunar- og nýsköpunarverkefni ætlað stjórnendum í starfandi ferðaþjónustufyrirtækjum. Undir leiðsögn sérfræðinga kynnast þátttakendur verkfærum sem efla þá sem stjórnendur, spegla sig í reynslu annarra fyrirtækja og efla tengslanetið. Ratsjáin er samstarfsverkefni Íslenska ferðaklasans og Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og unnið með stuðningi af Byggðaáætlun. Þetta misserið verður Ratsjáin á Reykjanesi og í Þingeyjarsýslum og komast allt að 8 fyrirtæki að á hvorum stað fyrir sig.

Umsóknarfrestur til og með 20. september  – Allar upplýsingar um verkefnið má finna á  ratsjain.is

Frekari upplýsingar veita Ásta Kristín Sigurjónsdóttir hjá Íslenska Ferðaklasanum á netfanginu [email protected]ourism.is og Selma Dögg Sigurjónsdóttir hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands á netfanginu [email protected]