Reykjanesið kynnt þátttakendum í loftrýmisgæslu - Heklan
#

Fréttir

Reykjanesið kynnt þátttakendum í loftrýmisgæslu

Í haust hófst samstarf Landhelgisgæslunnar og Markaðsstofu Reykjaness um að kynna Reykjanes og þá þjónustu sem er í boði fyrir þeim einstaklingum sem taka þátt í loftrýmisgæslu á Íslandi og vilja nýta frítíma sinn til þess að skoða svæðið.Landhelgisgæsla Ríkisins heldur utan um Loftrýmisgæslu og loftrýmiseftirlits á Keflavíkurflugvelli og er það verkefni hluti af samþættu verkefni NATO. Um 3-4000 manns, flugmenn, stjórnendur ofl. fylgja þessu verkefni yfir árið. Eftirlitinu er skipt á milli landa innan NATO bandalagsins og búa þessir aðilar á svæðinu í allt að 6 vikur í senn.
Kynningarnar hafa mælst vel fyrir og ljóst að framhald verður á.