Stafrænt forskot - Heklan
#

Fréttir

Heklan

Stafrænt forskot

Stafrænt forskot er safn af vefritum og ókeypis vinnustofum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður fyrirtækjum til að hjálpa þeim að hagnýta vef, samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í  markaðsmálum og rekstri.  Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður íslenskum fyrirtækjum  aðgang að hagnýtu og aðgengilegu námsefni um stafrænan rekstur og markaðssetningu.

Með stafrænu forskoti geta fyrirtæki, stofnanir og einstaklingar meðal annars:

  • Mótað sér stafræna stefnu
  • Tekið næstu skref í notkun samfélagsmiðla
  • Stýrt auglýsingabirtingum á samfélagsmiðlum og vef
  • Skipulagt og stýrt efnisframleiðslu fyrir vef og samfélagsmiðla
  • Lært að hagnýta Google Analytics

Fyrsta skrefið er að taka stafræna prófið sem og meta  stafræna stöðu fyrirtækisins. Prófið tekur aðeins 5 mínútur.