
Heklan, atvinnuþróunarfélag Suðurnesja hefur ráðið Þuríði Halldóru Aradóttur sem verkefnastjóra Markaðsstofu Reykjaness.
Alls bárust 34 umsóknir um stöðuna sem auglýst var þann 12. janúar sl. í Fréttablaðinu, Víkurfréttum sem og á vefsíðu Heklunnar og Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.Þuríður er með B.Sc. í ferðamálafræði og hefur lokið námi í markaðssamskiptum og almannatengslum frá Háskólanum í Reykjavík. Hún var markaðs- og kynningarfulltrúi hjá Rangárþingi eystra og forstöðumaður Söguseturs Hvolsvalla auk þess sem hún sá um rekstur upplýsingamiðstöðva. Þuríður sat jafnframt í undirbúningshópi fyrir Kötlu Geopark project. Tilgangur Markaðsstofunnar er að samþætta og efla markaðs- og kynningarstarf á Suðurnesjum og styrkja svæðið til að afla tekna og skapa atvinnu. Þannig er markaðssetning landshlutans unnin á einum stað í samstarfi ferðaþjónustuaðila, sveitarfélaga, klasa og samtaka innan svæðisins.Lögð er áhersla á að auka samstarf fyrirtækja í ferðaþjónustu og við fyrirtæki á svæðinu í öðrum greinum atvinnulífsins. Verkefni stofunnar eru einnig umsjón og útgáfa á ýmiskonar kynningarefni, skipulagningu fyrir sýningar og ýmislegt fleira sem á að styðja við ferðaþjónustufyrirtæki og styrkja ímynd Suðurnesja.Tenglarvisitreykjanes.is