
Innviðagreining
Innviðagreiningin var unnin haust 2017 og er uppfærð árlega
30. september 2017
-
Sögulegur bakgrunnur
1.1. Ágrip af sögu svæðisins
Almennt er talið að landnám Íslands hafi hafist í kringum árið 870. Í fornum ritum er greint frá fyrsta landnámsmanni Íslands, Ingólfi Arnarsyni sem nam mikið land í kringum bústað sinn í Reykjavík. Allur Reykjanesskaginn fellur undir landnám hans. Í Höfnum hafa komið fram vísbendingar um að sagan um upphaf byggðar gæti verið heldur flóknari en talið hefur verið.Saga byggðar á Suðurnesjum er nokkuð breytileg í gegnum aldirnar en mikilvægi svæðisins hefur þó ávallt haldið sér. Í dag býr rúmur helmingur þjóðarinnar innan landnáms Ingólfs. Suðurnesin urðu fyrir miklu tjóni af Reykjaneseldunum á 13. öld og lagðist hluta byggðarinnar í eyði. Afleiðingar eldanna urðu langvarandi í formi sandfoks og gróðureyðingar. En verðmæti svæðisins hélst þrátt fyrir þessi áföll einkum vegna nálægðar við fengsæl fiskimið.
Frá upphafi hefur byggð á Suðurnesjum þróast meðfram sjávarsíðunni. Bændur, svokallaðir útvegsbændur, stunduðu fjárbúskap samhliða útvegnum. Í um þúsund ár einkenndist byggð á Suðurnesjum af seljabúskap yfir sumartímann og vermennsku yfir veturinn. Hvergi voru fleiri verstöðvar við ströndina en á Suðurnesjum. Þangað komu aðkomumenn víða af landinu. Halda má því fram að verbúðalífið hafi eflt samskipti og fjölbreytni mannlífs, auk þess sem nýir menningarstraumar bárust inn á svæðið.
Upp úr 1940 tók íslenskt atvinnulíf stakkaskiptum. Tilkoma hersins breytti byggðamynstri og atvinnuháttum á Suðurnesjum til frambúðar. Þéttbýliskjarnar fóru að myndast og herinn þurfti á vinnuafli að halda. Íbúafjöldi á Suðurnesjum hefur vaxið hratt á fáum áratugum. Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli var stór atvinnurekandi og ýmis þjónusta blómstraði í nábýli við herinn. Herinn hvarf af landi brott árið 2006 en síðan þá hefur mikill vöxtur verið í ferðaþjónustu og þá sérstaklega í tengslum við Keflavíkurflugvöll.
1.2. Klofningur og sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum
Stjórnskipan sveitastjórna á Íslandi hvílir á gömlum grunni en sögu þeirra má rekja allt til þjóðveldisaldar. Stofnun sveitarfélaga má rekja til þeirra lýðræðislegu hefða sem landsnámsmenn þekktu úr norrænni menningu. Þrátt fyrir þessar sögulegu rætur hefur hlutverk sveitarfélaga breyst í aldanna rás og tekið mið af ríkjandi pólitískum viðhorfum hverju sinni. Um miðja 20. öld voru sveitarfélög á Íslandi 229. Frá síðari hluta níunda áratugar tuttugustu aldar tók þeim að fækka.Fjöldi sveitarfélaga á Suðurnesjum hefur tekið nokkrum breytingum í aldanna rás. Þannig voru fjögur sveitarfélög á Suðurnesjum langt fram á 19. öld, þ.e. Grindavíkurhreppur, Hafnahreppur, Rosmhvalaneshreppur og Vatnsleysustrandarhreppur. Í gegnum aldirnar urðu að vísu breytingar á stjórnsýlumörkum sveitarfélaganna, t.d. klufu Njarðvíkurbæirnir sig úr Rosmhvalaneshrepp árið 1596 og sameinuðust Vatnsleysustrandarhreppi.
Undir lok 19. aldar og byrjun þeirrar 20. urðu umtalsverðar breytingar á sveitarfélagaskipan á Suðurnesjum rétt eins og á landinu öllu með breyttum atvinnuháttum og breytingum á hlutverki sveitarfélaga. Rosmhvalaneshreppi var skipt upp eftir Miðnesi endilöngu árið 1886, innri helmingurinn hélt nafninu áfram en sá ytri fékk nafnið Miðneshreppur. Þremur árum síðar var hreppum skipt upp aftur þegar Njarðvíkurbæirnir klufu sig frá Vatnsleysustrandarhreppi. Kauptúnið Keflavík klauf sig frá Rosmhvalaneshreppi árið 1908 og sameinaðist Njarðvíkurhreppi í Keflavíkurhrepp. Það sem eftir var af Miðneshreppi varð að Gerðahreppi. Njarðvíkurhreppur klauf sig frá Keflavíkurhreppi árið 1942. Hrepparnir sameinuðust aftur ásamt Hafnarhreppi árið 1994 í Reykjanesbæ. Í dag eru fimm sveitarfélög á Suðurnesjum, Reykjanesbær, Grindavíkurbær, Sandgerði, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.
1.3. Samvinna sveitarfélaga á Suðurnesjum
Sveitarfélög hafa í auknum mæli leitað samstarfs við önnur sveitarfélög á undanförnum árum og áratugum. Ástæður að baki samstarfi geta verið af ýmsum toga. Þannig getur það reynst fámennari sveitarfélögum erfitt að halda úti lögbundinni þjónustu, stærðarhagkvæmni getur skilað fjárhagslegum ávinningi og/eða faglegra starfi.
Samtök sveitarfélaga í Reykjanesumdæmi voru stofnuð árið 1964 og var gamla Reykjaneskjördæmið starfsvettvangur þeirra. Þeim samtökum var skipt upp og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum var stofnað árið 1978, en frá árinu 1971 hafði verið starfandi formleg samstarfsnefnd sveitarfélaga á svæðinu. Aðildarsveitarfélög S.S.S. eru fimm talsins í dag Reykjanesbær, Grindavík, Sandgerði, Sveitarfélagið Garður og Sveitarfélagið Vogar.Sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í ýmiskonar samstarfi og reka í sameiningu stofnanir og verkefni sem sinna ólíkum hlutverkum og þjónustu við íbúa. Dæmi um samrekin fyrirtæki allra sveitarfélaganna eru Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Atvinnuþróunarfélagið Heklan, Markaðsstofa Reykjaness, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Sveitarfélögin Garður, Sandgerði og Vogar eru með formlegt samstarf í félagsþjónustu sveitarfélaganna.
Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum fyrir utan Grindavík eiga aðild að Brunavörnum Suðurnesja og Almannavörnum Suðurnesja og Dvalarheimili Suðurnesja. Sveitarfélögin fimm ásamt einkafyrirtækjum eru stofnendur Reykjanes Geopark.
Svæðisskipulag Suðurnesja var samþykkt 12.11.2012 og gildir það 2008-2024. Auk sveitarfélaganna á Suðurnesjum eru Landhelgisgæslan og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar aðilar að því samstarfi. -
Skilgreining athugunarsvæðis
2.1. Nærsvæði
Svæðið sem hér um ræðir fylgir stjórnsýslumörkum sveitarfélaganna í austri, þ.e. við mörk Hafnarfjarðar og Ölfus og sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar og Sveitarfélagsins Voga. Svæðið telur fimm sveitarfélög, þ.e. Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélagið Garð og Sveitarfélagið Voga.2.2. Fjarsvæði
Áhrifa uppbyggingar á Suðurnesjum mun gæta á stærra svæði, m.a. á höfuðborgarsvæðinu og vestustu byggðum Suðurlands. Þá kann í einhverjum tilfellum áhrifa að gæta á sunnanverðu Vesturlandi. -
Skipulagsmál og landnotkun
3.1. Aðal- og svæðisskipulag
Svæðisskipulag Suðurnesja var staðfest af Skipulagsstofnun þann 4. mars 2013. Skipulagið er lagt fram af Samvinnunefnd um Svæðisskipulag Suðurnesja sem samanstendur af fulltrúum frá Grindavíkurbæ, Reykjanesbæ, Sandgerðisbæ, Sveitarfélaginu Garði, Sveitarfélaginu Vogum, Landhelgisgæslunni og skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar. Auk þeirra á fulltrúi Skipulagsstofnunar sæti í nefndinni.
Skipulagssvæði nefndarinnar tekur til marka sveitarstjórnarsvæða þeirra sveitarfélaga sem þátt taka í nefndinni auk A og B svæðis Keflavíkurflugvallar eins og það er skilgreint í 2. gr. laga nr. 176/2006 um ráðstafanir í kjölfar samnings við Bandaríkin um skil á varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.Skipulagsstofnun staðfesti aðalskipulag Reykjanesbæjar 2008-2024 þann 23. nóvember 2010. Í formála skipulagsins segir m.a. „Mikilvægustu þættir í framtíðarsýn Reykjanesbæjar fjalla um hamingju og heilbrigði íbúanna, með margvíslegum útfærslum á leiðum að markmiðinu.“
Í gildi er aðalskipulag Grindavíkurbæjar 2010-2030 sem staðfest var af Skipulagsstofnun 25. febrúar 2012. Þar segir m.a. í formála: „Bæjarstjórn Grindavíkur stefnir að því að sköpuð verði umgjörð fyrir fjölbreytta atvinnustarfsemi í bæjarfélaginu m.a. með því að skipuleggja framtíðariðnaðarsvæði í næsta nágrenni bæjarins.“
Í aðalskipulagi Sandgerðisbæjar 2008-2024 sem staðfest var af Skipulagsstofnun 8. mars 2011 segir m.a. „Samfélagið nær ekki að vaxa og dafna án atvinnutækifæra og því er í aðalskipulaginu gefið svigrúm til atvinnuuppbyggingar í tengslum við sjávarútveg, alþjóðlegan flugvöll og þau fjölmörgu tækifæri til uppbyggingar sem leynast á Suðurnesjum.“
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Garðs var staðfest af Skipulagsstofnun þann 12. febrúar 2015. Þar segir m.a. „Ein af megin forsendum þessara skipulagsáætlana er samvinna og framtíðarsýn um atvinnumál, nýtingu auðlinda, afmörkun byggingarsvæða og samvinna um samfélagsþjónustu.“
Aðalskipulag Sveitarfélagsins Voga var staðfest 23. febrúar 2010. Skipulagið gerir ráð fyrir að sveitarfélagið „verði vistvænt sveitarfélag sem leggi áherslu á fjölskylduvænt umhverfi, fjölbreytt náttúru- og útivistarsvæði og hátt þjónustustig. Gert er ráð fyrir að sjálfbær þróun verði leiðarljós við skipulag og framkvæmdir svo kynslóðir framtíðarinnar fái notið alls þess sem við höfum nú og gott betur.”
Greinargerð
Fyrir liggur tillaga að aðalskipulagi Keflavíkurflugvallar fyrir árin 2013-2030. Keflavíkurflugvöllur er megingátt landsins við útlönd. Mikill vöxtur hefur verið í flugumferð til og frá vellinum á undanförnum árum. Áhersla skipulagsvinnunnar hefur því verið að tryggja að Keflavíkurflugvöllur geti sinnt hlutverki sínu með sóma í framtíðinni.
Greinargerð3.2. Orkuvinnsla
Innan skipulagsmarka sveitarfélaganna á Suðurnesjum eru fimm skilgreind háhitasvæði, þ.e. Reykjanes, Stóra Sandvík, Eldvörp-Svartsengi, Trölladyngja og Sandfell. Auk þess liggur háhitasvæði þvert á sveitarfélagamörk Hafnarfjarðar og Grindvíkur við Krýsuvík, sem skilgreint er sem Sveifluháls í Rammaáætlun.
Líkt og fram kemur í Svæðisskipulagi Suðurnesja gefa háhitasvæðin tækifæri til orkuöflunar og getur nýting þeirra myndað grunn fyrir margvíslega atvinnuuppbyggingu. Í dag eru virkjanir í Svartsengi og á Reykjanesi. Fjölþætt nýting er tengd jarðhitanum þar sem sífellt fleiri straumar eru nýttir með nýrri tækni og þekkingu.3.3. Iðnaðarsvæði
Samkvæmt aðalskipulagi sveitarfélaganna fimm eru nokkur svæði sem skilgreind eru sem iðnaðarsvæði. Svæðin bjóða upp á möguleika til ýmisskonar iðnaðarframleiðsluIðnaðarsvæði Stærð Tegund iðnaðar Svartsengi (Grindavíkurbær) 97,8 ha Orkuvinnsla og léttur iðnaður Grindavíkurhöfn (Grindavíkurbær) 22,9 ha Almennur iðnaður Vestan Grindavíkur og Svartsengis (Grindavíkurbær) 333 ha Orkuvinnsla og iðnaður sem tekur tillit til landslags Staðarhverfi (Grindavíkurbær) 126,3 ha Svæði fyrir fiskeldi Reykjanes (Grindavíkurbær/Reykjanesbær) 644,6 ha Orkuvinnsla í tengslum við orkuvinnslu Iðnaðarsvæðið í Helguvík (Reykjanesbær) 133 ha Gert ráð fyrir almennum iðnaði, verksmiðjum, iðjuverum, orkufrekum iðnaði, stórum og smáum iðnaði og verkstæðum. Áhersla er lögð á aðstöðu fyrir starfsemi sem tengist sjóflutningum og nýta nálægð við Helguvíkurhöfn og Keflavíkurflugvöll. Hólamið (Reykjanesbær) 3,2 ha Léttur iðnaður, vörugeymslur og hreinleg verkstæði. Gert er ráð fyrir 1–2 hæða byggð. Norðan Vogabrautar (Vogar) 15 ha Almennur iðnaður Flekkuvík (Vogar) 100 ha Möguleiki á stóriðju, alm. iðnaður Í flestum sveitarfélaganna eru til lóðir, lausar til úthlutunar fyrir iðnaðarstarfsemi.
Á iðnaðarsvæðinu í Helguvík eru skilgreindar 93 lóðir af ýmsum stærðum frá 3.000 m2 að stærð og upp í 159.000 m2. Í dag er óúthlutað 68 lóðum á stærðarbilinu 3.000 – 30.000 m2 að stærð, en til greina kemur sameining lóða í samræmi við stærðarþörf þeirrar starfsemi sem þar verður sett á stofn.
Á Hólamiðum eru skilgreindar 20 lóðir frá 2.000 m2 að stærð upp í 5.600 m2. Í dag eru þar 14 lausar lóðir til úthlutunar.
Í Grindavík eru lóðirnar 10 á samtals 2 ha svæði. Í Vogum eru þrettán lausar lóðir í einkaeign um 1 ha, auk tveggja lóða í eigu sveitarfélagsins. Í Sandgerðisbæ eru lóðirnar 15-20 frá 0,1 ha upp í 1 ha.3.4. Hafnarsvæði
Fjölmargar hafnir eru á Suðurnesjum. Í Helguvík er vöruflutningahöfn sem er í dag með 150 m löngum viðlegukanti, norðurkanti, en með komandi hafnarframkvæmdum lengist núverandi viðlegukantur upp í 310 m. Til stendur að efla gámaflutninga um höfnina með því að byggja nýjan 135 m viðlegukant í suðurhluta Helguvíkur, suðurkant, ásamt 7.700 m2 gámasvæði sem hefur stækkunarmöguleika upp í 30.000 m2. Möguleiki er á stækkun suðurkants í framtíðinni um 225 m sem myndi þýða viðlegukant upp á 360 m.
Stórskipahöfn er mikilvæg fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum og hefur Helguvíkurhöfn þegar verið byggð. Til framtíðar er litið til mögulegrar hafnargerðar á Keilisnesi, í tengslum við atvinnustarfsemi sem gæti staðið undir slíkri fjárfestingu.
Sjósókn hefur verið stunduð frá Suðurnesjum öldum saman enda stutt á fengsæl mið. Góðar fiskihafnir eru á Suðurnesjum, aðallega er landað botnfiski í Grindavík, Sandgerði, Keflavík og Njarðvík, en í Helguvík er landað uppsjávarfiski. Samkvæmt svæðisskipulagi Suðurnesja er gert ráð fyrir því að hafnirnar í Grindavík og Sandgerði komi til með að þjóna sem fiskihafnir í framtíðinni. Á hafnarsvæðum þeirra hafna má finna ýmisskonar þjónustu sem tengist sjávarútvegi, s.s. fiskvinnslu, fiskmarkað og flutningaþjónustu.Ekki er gert ráð fyrir nýjum höfnum á Suðurnesjum nema í tengslum við iðnaðaruppbyggingu á Keilisnesi.
3.5. Flugsvæði
Þrjár flugbrautir eru á Keflavíkurflugvelli og eru tvær í notkun en ein er aflögð. Gert er ráð fyrir tveimur nýjum brautum til í skipulagi flugvallarins. Á flugvallarsvæðinu er Flugstöð Leifs Eiríkssonar auk margvíslegar þjónustu sem tengist starfsemi flugvallarins. Það er stefna sveitarfélaga að flugvallarsvæðið hafi landrými fyrir fjölgun flugbrauta og þróun flugvallar. Takmarkanir til landnotkunar og landnýtingar eru annars vegar flugöryggissvæðin (APZ svæði) sem skilgreina takmarkanir á nýtingu svæðanna. Hins vegar eru það hindranafletir út frá brautum sem setja takmarkanir á hæð mannvirkja innan svæðanna.3.6. Íbúðarsvæði
Alls voru 9.740 íbúðir skráðar á Suðurnesjum við lok árs 2016. Flestar eru þær í Reykjanesbæ eða 7.156. Í Grindavík eru skráðar 1.018 íbúðar, 589 í Sandgerði, 551 í Garði og 426 í Vogum.
Þann 1. apríl 2017 voru 206 lóðir lausar í sveitarfélögunum fimm sem samtals rúma 233 íbúðir. Flestar lóðanna eru í Reykjanesbæ eða rúmlega helmingur.
Sveitarfélag Fjöldi lausra lóða 1. apríl 2017 Fjöldi íbúða Reykjanesbær 109 119 Grindavíkurbær 16 16 Vogar 1 1 Sandgerði 40 50 Garður 40 47 Samtals 206 233 Fyrirhuguð er töluverð uppbygging íbúða á næstu árum. Í aðalskipulagi sveitarfélaganna fimm sem um ræðir eru allmörg svæði skilgreind sem íbúðasvæði. Þau geta rúmað nokkur hundruð íbúðir en endanlegur fjöldi fer eftir samsetningu einbýlis-, par og raðhúsa auk íbúða í fjölbýli. Flestar íbúðirnar eru í Reykjanesbæ.
Reykjanesbær mun á næstu árum leggja áherslu á fimm svæði, þ.e. Hlíðahverfi (200 íbúðir), Nesvelli (263 íbúðir), Framnesveg (68 íbúðir), Grófin-Berg (60 íbúðir) og Narfakot (40 íbúðir). Í framahaldinu er gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við Dalshverfi 2 og Hlíðarhverfi (efra Nickel).
Í Grindavík verður áfram byggt upp í Hópshverfi nyrst í bænum. Þar er eitt svæði í byggingu og verður það næstu tvö árin. Nýtt svæði mun taka við eftir 3-4 ár.
Í Sandgerði eru enn nokkrar lausar lóðir í nýlegu hverfi austarlega í bænum. Í náinni framtíð hefst skipulag vegna íbúabyggðar sunnan Sandgerðisvegar.
Í Garði er unnið að nýju deiliskipulagi í Útgarði auk endurskoðunar deiliskipulags fyrir Teiga- og Klappahverfi frá 2007. Ekki er gert ráð fyrir deiliskipulagningu fleiri hverfa á næstu árum umfram framangreint.Í Vogum er gert ráð fyrir byggingu íbúða norðan núverandi þéttbýlis, gatnagerð fyrri áfanga lýkur í september 2017 (um 50 íbúðir). Að óbreyttu er gert ráð fyrir að síðari áfangi verði unnin 2018, og þá úthlutað lóðum fyrir aðrar 50 íbúðir. Ekki eru áform um frekari uppbyggingu á næstu árum en þrjú svæði til viðbótar eru skilgreind sem svæði fyrir íbúðabyggð í deiliskipulagi.
3.7. Áætluð þörf á uppbyggingu leik- og grunnskóla
Garður
Leikskóli er nánast fullsetinn en þar eru í dag 90 nemendur. Grunnskólinn verður fullsetinn innan 3ja ára en nemendur eru 210. Fyrir liggur þörf á stækkun grunnskólans á næstu árum, jafnvel líka leikskólans.Grindavík
Tveir leikskólar eru í Grindavík, Leikskólinn Laut og leikskólinn Krókur, með 227 nemendur og eru þeir báðir fullsetnir. Börn eru tekin inn á leikskóla 18 mánaða. Nemendur í Grunnskóla Grindavíkur eru 470 en gert er ráð fyrir 490 á næsta ári. Allt kennsluhúsnæði skólans er fullnýtt. Til eru teikningar af síðari áföngum við Hópsskóla. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvenær ráðist verður í byggingarframkvæmdir vegna leik- eða grunnskóla.Sandgerði
Í leikskólanum eru 119 börn en hann getur rúmað 130 börn. Börn eru tekin inn á leikskóla 18 mánaða. Til er annar lítill leikskóli sem ekki hefur verið nýttur en hann tekur um 15 börn.
Nemendur í grunnskóla eru 258 en skólinn gæti rúmað 280 börn eins og staðan er í dag og með breytingum gætu rúmast þar 340 nemendur – þá þyrfti félagsmiðstöð og tónlistarskóli að gera breytingar á starfseminni eða flytja. Ekki er gert ráð fyrir byggingu leik- eða grunnskóla á næstu árum né stækkun á núverandi húsnæði.Vogar
Nemendur í leikskóla eru 60 en 195 í grunnskóla. Leikskólinn getur tekið allt að 93 nemendur en grunnskólinn er því sem næst fullsetinn en miðað er við 200 nemendur. Börn eru tekin inn á leikskóla þegar þau hafa náð eins árs aldri. Engin áform eru um byggingu leikskóla en gert er ráð fyrir að hafist verði handa við fyrsta áfanga viðbyggingar við grunnskólann árin 2018 og að hann verði tilbúinn og tekinn í notkun haustið 2020.Reykjanesbær
Grunnskólar Áætl. hámarksfj. Fj. lok árs 2016 Nýtingarhlutf. 2017-2018 Nýt.hlf. 2017 Akurskóli 490 486 99% 520 106% Háaleitisskóli 240 183 76% 225 94% Heiðarskóli 420 416 99% 432 103% Holtaskóli 480 445 93% 423 88% Njarðvíkurskóli 420 384 91% 396 94% Myllubakkaskóli 340 334 98% 324 95% Samtals 2390 2248 94% 2318 97%
Í ofangreindri töflu má sjá í fyrsta dálki áætlaðan hámarksfjölda nemenda eftir skólum í Reykjanesbæ. Ef fjöldi barna dreifðist fullkomlega eftir búsetu og aldri, þá gætu grunnskólarnir hýst 2390 nemendur að óbreyttu. Nýtingarhlutfallið á yfirstandandi skólaári, sem má sjá í dálki 3, er mjög hátt í öllum skólum að undanskildum Háaleitisskóla sem er með frekar fámenna bekki í rúmgóðum kennslustofum. Allir hinir skólarnir eru með yfir 90% nýtingarhlutfall. Í síðasta dálkinum má sjá áætlað nýtingarhlutfall næsta skólaár án tillits til íbúafjölgunar.Leikskólar Hámarksfj. Fj. Lok árs 2016 Nýtingarhlutf. 2017-2018 Nýt.hlf. 2017 Akur 130 125 96% 111 85% Garðasel 117 97 83% 95 81% Gimli 78 82 105% 67 86% Heiðarsel 100 94 94% 90 90% Háaleiti 60 61 102% 49 82% Hjallatún 106 107 101% 100 94% Holt 98 98 100% 90 92% Tjarnarsel 80 80 100% 79 99% Vesturberg 107 94 88% 96 90% Völlur 130 109 84% 111 85% Samtals 1006 947 94% 888 88% Í töflunni hér fyrir ofan má sjá samskonar upplýsingar fyrir leikskólana. Í vor útskrifast stærsti árgangur frá upphafi vega úr leikskólum Reykjanesbæjar og því ætti að myndast aukið svigrúm í leikskólunum. Hinsvegar er íbúafjölgun mikil og því má búast við að laus pláss í leikskólunum fyllist mjög fljótt. Börn eru tekin inn í leikskóla við 2ja ára aldur en stefnt er að því að það verði við 18 mánaða aldur um leið og tækifæri gefst.
Helstu vaxtarsprotarnir í dag eru í Dalshverfi, Heiðarhverfi og á Ásbrú. Í haust verður tímabundið skólahúsnæði tekið í notkun fyrir börn í 1.-3. bekk í Dalshverfi en þar mun síðan rísa heildstæður leik- og grunnskóli innan fárra ára.Í Heiðarhverfi verða byggðar 500 íbúðir á næstu árum sem kallar á frekari uppbyggingu skólamannvirkja. Ekki hefur verið ákveðið á þessari stundu hvaða leiðir verða farnar í þeim efnum, en verið er að skoða ýmsa möguleika. Einn möguleikinn er sá að flytja tímabundið skólahúsnæði sem verið er að setja upp í Dalshverfi yfir í Heiðarhverfi um leið og fyrsti áfangi af nýjum skóla í Dalshverfi rís.
Leigufélög sem eignast hafa mikið af eignum á Ásbrú hafa tilkynnt að á árinu 2017 hyggist þau setja út um 280 íbúðir. Það kallar á mikil og skjót viðbrögð hjá sveitarfélaginu sem þarf á örskömmum tíma að útvega skólahúsnæði fyrir mögulega á þriðja hundrað nemendur á leik- og grunnskólaaldri. Sú ráðstöfun sem legið hefur fyrir er að færa Heilsuleikskólann Háaleiti í nýtt húsnæði og að Háaleitisskóli fái húsnæði leikskólans til að mæta fjölgun nemenda.
Hér hefur ekki verið vikið sérstaklega að mannauðnum en samhliða fjölgun íbúa og stækkun eða byggingu nýrra skóla þarf fleiri kennara. Þar liggja ekki síður áskoranir til næstu ára, en um tíma hefur legið fyrir að kennaraskortur muni ógna skólastarfi, gæðum þess og eðlilegri framkvæmd, í náinni framtíð.
-
Mat á umhverfisáhrifum
4.1. Matsskylda framkvæmda
Samkvæmt lögum nr. 106/2000 og reglugerð um mat á umhverfisáhrifum ber framkvæmdaaðili ábyrgð á umhverfismati auk þess að bera af því kostnað. Ekki eru gerðar kröfur um löggildingu til vinnslu gagna sem leggja þarf fram í ferlinu. Allar stærri verkfræðistofur landsins auk fleiri ráðgjafafyrirtækja taka að sér slíka vinnu.
Í lögum 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum eru tilgreindir þrír flokkar framkvæmda, A, B og C. Framkvæmdir í flokki A eru matsskyldar, þ.e. ávallt háðar mati á umhverfisáhrifum. Framkvæmdir í flokki B og flokki C eru tilkynningarskyldar, þ.e. fyrir þær er ákveðið í hverju tilviki hvort framkvæmd skuli háð mati á umhverfisáhrifum þegar þær geta haft í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif vegna umfangs, eðlis eða staðsetningar.4.2. Staða umhverfismats vegna fyrirhugaðrar uppbygggingar
Framkvæmd Ákvörðun um matsskyldu Framkvæmd matsskyld Matsáætlun samþykkt Álit Skipulagsstofnunar – matsferli lokið Kísilver Thorsil X X X X Suðurnesjalína 2 X Rannsóknaboranir við Eldvörp X Framkvæmdir við Grindavíkurhöfn 4.3. Ítarefni
Framkvæmdir háðar umhverfismati -
Orkumál
Á Reykjanesskaga er að finna miklar orkulindir, þ.e. háhitasvæði sem gefa tækifæri til orkuöflunar. Á því svæði sem hér er tekið til skoðunar eru fimm skilgreind háhitasvæði, þ.e. Reykjanes, Stóra Sandvík, Eldvörp-Svartsengi, Trölladyngja og Sandfell. Auk þess liggur háhitasvæði þvert á sveitarfélagamörk Hafnarfjarðar og Grindvíkur við Krýsuvík, sem skilgreint er sem Sveifluháls í rammaáætlun.
5.1. Orkuöflun
Þann 14. janúar 2013 var samþykkt á Alþingi tillaga til þingsályktunar um áætlun um vernd og orkunýtingu landsvæða. Samkvæmt tillögunni voru jarðhitasvæði á Reykjanesskaga flokkuð í nýtingarflokk, biðflokk eða verndarflokk skv. eftirfarandi töflu.Nr. í 2. áfanga Háhitasvæði Virkjunarkostur Nýting Bið Vernd 61 Reykjanessvæði Reykjanes X 62 Reykjanessvæði Stóra Sandvík X 64 Krýsuvíkursvæði Sandfell X 66 Krýsuvíkursvæði Sveifluháls X 65 Krýsuvíkursvæði Trölladyngja X 67 Krýsuvíkursvæði Austurengjar X 68 Brennisteinsfjallasvæði Brennisteinsfjöll X Orkustofnun hefur metið vinnslugetu háhitasvæðanna á Reykjanesi samkvæmt áætlaðri flatarvinnslugetu. Þar er gróft mat lagt á vinnslugetu háhitasvæðanna til raforkuframleiðslu. Metin eru hágildi, miðgildi og lággildi í MW miðað við 40 ára vinnslutíma.
Svæði Stærð (km2) Hágildi Miðgildi Lággildi Reykjanes 9 81 45 27 Svartsengi-Eldvörp 30 270 150 90 Krýsuvík 89 801 445 267 Brennisteinsfjöll 5 45 25 15 Vinnslugeta virkjananna sem starfandi eru á Reykjanesi í dag er samtals 274 MWe auk 190 MWth (Reykjanesvirkjun 2×50 MWe og Svartsengi 174 MWe auk 190 MWth).
5.2. Orkuflutningar
5.2.1. Raforkuflutningskerfi
Meginstefna svæðisskipulags Suðurnesja 2008-2024 er að nýta núverandi flutningaleiðir raforku og eru þær skilgreindar sem megin lagnabelti á Suðurnesjum. Þau eru Suðurnesjalínur, Reykjaneslínur og Svartsengislínur. Stefnan felur því í sér afmörkun á megin flutningsleiðum raforku og gerir ráð fyrir að fleiri línur geti byggst upp innan þeirra. Gert er ráð fyrir að frekari raforkuframleiðsla á Reykjanesi og í Svartsengi/Eldvörpum fari um þessar leiðir, sem getur falið í sér nýjar línur. Þá er einnig lögð fram sú stefna að megintenging við flutningskerfi landsins skuli fara um lagnastæði Suðurnesjalína. Það er því ekki gert ráð fyrir að leggja ný svæði undir raforkulínur frá Reykjanesi, Stóru Sandvík og Eldvörpum/Svartsengi.5.2.2. Vatnsveita
Sameiginlegt dreifikerfi vatnsveitu er til staðar á Suðurnesjum. Grindavíkurbær, Reykjanesbær, Sandgerðisbær, Garður og Keflavíkurflugvöllur fá vatn úr Lágum í Grindavík. Vatnsból Garðs er einnig á Miðnesheiði, en mun líklega tengjast dreifikerfi vatns úr Lágum í framtíðinni. Við það fellur út vatnsvernd á Miðnesheiði í Svæðisskipulagi Suðurnesja. Vatnsból Voga er á athafnasvæði Stofnfisks hf. í Vogavík. Gert er ráð fyrir nýju vatnsbóli sunnan Reykjanesbrautar á síðari hluta skipulagstímabilsins. Eigandi og rekstraraðili dreifikerfisins er HS Veitur. Sveitarfélagið Vogar er eigandi og rekstraraðili dreifikerfis vatnsveitu í Vogum. -
Umhverfisþættir
6.1. Loftslag og veðurfar
Veðurfar á Reykjanesskaga mótast mjög af hlýjum Atlantssjónum úti fyrir árið um kring. Á landsvísu er meðalhiti ársins því hár. Hitinn alla vetramánuðina er ofan frostmarks. Ísland er gjarnan í braut lægða sem koma úr suðvestri. Því er vindasamt á Suðurnesjum og skjóllítið af náttúrunnar hendi. Síðla vors og að sumarlagi er minna um lægðir og stilltir dagar eru því nokkuð tíðir. SA- og A-áttir eru algengastar og þá gjarnan með úrkomu. N- og NNA-áttir eru líka tíðar og þeim fylgir þurrt veður með sólfari.Meðalúrkoma er ekki svo mikil á Suðurnesjum við láglenda sjávarsíðuna en hún vex mjög yfir Reykjanesfjallgarðinum og austur með suðurströndinni. Snjólétt er almennt séð með sjónum á Suðurnesjum. Þó getur snjóað nokkuð með éljum af hafi síðla vetrar. Þá eru dæmi um staðbundin snjóþyngsli með suðurströndinni vestur á Reykjanesi.
6.1.1. Veðurstöðvar og gögn
Tafla 1 sýnir veðurstöðvar á Suðurnesjum. Skeytastöðin á Keflavíkurflugvelli er mikilvæg með samfelldar athuganir og mælingar frá 1952. Vindmælingar eru hins vegar ekki fyllilega áreiðanlegar af ýmsum ástæðum fyrr en með sérstakri sjálfvirkri stöð frá 2008. Garðaskagaviti gefur góðar upplýsingar um vind og hita og sjálfvirkar stöðvar Vegagerðarinnar á Strandarheiði (Reykjanesbraut) hafa staðið samfellt í yfir 20 ár. Í Grindavík var úrkoma mæld í áratugi, vindmælingar voru á höfninni til að byrja með en voru fluttar inn í bæinn 2008. Reykjanes (stöðin gengur líka gengur undir heitinu Reykjanesviti) var mikilvæg skeytastöð með úrkomumælingum sem stóðu í áratugi, en þeim lauk 1998.Hér verða greind mæligögn frá þeim stöðvum þar sem mælt hefur verið a.m.k. síðustu 10 árin og mælingar standa enn yfir.
Stöð nr Byrjar Endar Tegund Eigandi Keflavíkurflugvöllur 990 1952 ## Skeytast. VÍ Keflavíkurflugvöllur 1350 2005 ## Skeytast. VÍ Reykjanes 985 1927 1998 Skeytast. VÍ Grindavík 983 1921 2008 Úrk.st. VÍ Grindavík 1362 1995 2008 Skeytast. Siglingast. Grindavík 1361 2008 ## Skeytast. VÍ Garðskagaviti 1453 1995 ## Skeytast. VÍ Reykjanesbraut 31363 1995 ## Skeytast. Vegag. Grindavíkurvegur 31364 2012 ## Skeytast. Vegag. Festatfjall 31365 2012 ## Skeytast. Vegag. Tafla 1. Yfirlit yfir helstu veðurmælistöðvar á Suðurnesjum.
6.1.2. Hitafar
Meðalhiti mánaða á tímabilinu 1981-2010 á Keflavíkurflugvelli er sýndur á töflu 2. Kaldast er í janúar 0.3°C en hlýjast í júlí, 10.6°C. Hæsti hiti sem mælst hefur á Keflavíkurflugvelli er 25.0°C, þ. 11. ág. 2004. Lægsti hiti er hins vegar -17.5 °C, þ. 4. jan. 1968. Strandhéruðin njóta nálægðar hlýsjávarins úti fyrir á veturna eins og sjá má á mynd 1.mán t jan 0.3 feb 0.4 mars 0.6 apríl 2.9 maí 6.2 júní 9.0 júlí 10.6 ág 10.4 sept 7.8 okt 4.5 nóv 2.2 des 0.9 Árið 4.65 Tafla 2. Meðalhiti á Keflavíkurflugvelli
Á sumrin fylgir hitafarið á Suðurnesjum innanverðum Faxaflóa og lágsveitum Suðurlands á sumrin (mynd 2). Samanburður við Reykjavík leiðir í ljós að ársmeðalhiti er nánast sá sami, en þar er 0.7 stigum hlýrra í júlí á meðan vetrarhitinn er 0.3 stigum hærri á Keflavíkurflugvelli.
Mynd 1. Meðalhiti á landinu í janúar (1961-1990). Veðurstofa Íslands.
Mynd 2. Sama og mynd 1, en fyrir júlí.6.1.3. Úrkoma
Úrkoman eykst í fjalllendinu á Reykjanesi. Hún er allt að því tvöföld til þreföld úrkomu á Keflavíkurflugvelli (mynd 3). Tafla 3 sýnir samanburð meðalársúrkomu 1961-1990 á Keflavíkurflugvelli, á Reykjanesi og í Grindavík. Þar er markvert vætusamara en á hinum stöðunum tveimur. Mælingar á Keflavíkurflugvelli gefa til kynna að desember er vætusamastur mánaða, en munur á milli vetrarmánaða er ekki markverður. Eins og annars staðar á landinu, er úrkoma minnst að vorlagi, reyndar er þurrast í júní á meðan maí er gjarnan þurrasti mánuðurinn.Mynd 3. Meðalúrkoma í október (1971-2000), en sá mánuður er nokkuð dæmigerður sem einn helstu úrkomumánaða suðvestanlands.
Ársúrkoma 1961-1990
Keflavíkurflugvöllur 1074mm Reykjanes 1117mm Grindavík 1294mm Meðalúrk. á Keflavíkurflugvelli 1981 til 2010
Mán Úrk jan 108 feb 111 mar 104 apr 77 maí 71 jún 64 júl 77 ágú 95 sep 94 okt 100 nóv 105 des 119 Árið 1125 6.1.4. Vindur
Bornar eru saman vindmælingar á Reykjanesbraut, Keflavíkurflugvelli, Garðaskagavita og í Grindavík fyrir sameiginlegt 7 ára tímabil 2009 -2016. Meðalvindur þessara ára er sýndur á töflu 5. Hafa verður í huga að vindmælir á Garðskagavita er staðsettur heldur hærra yfir jörðu, en í staðalhæðinni sem er 10 m. Þar er því vindhraði ofmetinn. Engu að síður er markvert vindasamara þar en annars staðar. Að sama skapi eru vindmælar Vegagerðarinnar í um 6 m þ.á.m. á Reykjanesbraut. Vindur þar er þrátt fyrir mun á gildum í töflu 5 sambærilegur við Keflavíkurflugvöll, þegar ekki er mjög hægur vindur. Hins vegar er lítillega skjólsælla í Grindavík.Meðalvindur 2009-2017
Staður m/s Keflavíkurflugvöllur 6.8 Reykjanesbraut 6.2 Garðskagaviti 8.1 Grindavík 6.5 Tafla 5. Ársmeðalvindur á fjórum mælistöðvum.
Vindrósir sem teiknaðar eru upp úr mælingunum sýna allar sömu söguna, þ.e. ríkjandi A- og SA-vinda. Þetta eru líka helstu rigningaráttirnar.
Grindavík. Tímabil: 2009-2016.
Tafla 5. Ársmeðalvindur á fjórum mælistöðvum.
Tafla 6. Tíðni hægviðris á Keflavíkurflugvelli, Reykjanesbraut, Garðaskagavita og Grindavík 2009 – 2016.Tíðni hægviðris eða andvara sem skilgreindur er þegar vindur er 1,5 m/s eða minni er sýndur fyrir hvern mánuð í töflu 6. Hægviðri kemur fyrir í um 5-10% tilvika yfir sumarmánuðina, en á veturna er hlutur hægviðris lágur. Vindmælirinn á Reykjanesbraut sker sig úr. Að hluta til er það vegna lægri hæðar vindmælis, en skjólsælt er einnig í hrauninu á Strandarheiði þegar vindur er almennt fremur hægur.
Mánuður Kef Rbr Garskv Grindav Jan 3.2 7.1 1.3 4.6 Feb 2.9 6.3 0.8 0.2 Mar 2.4 5.0 1.7 4.9 Apr 2.7 7.1 2.2 2.8 Maí 3.3 8.0 2.7 4.7 Jún 5.3 10.0 5.4 7.0 Júl 6.0 11.7 5.8 8.5 Ágú 5.1 10.2 4.7 7.4 Sep 3.8 8.1 2.6 5.9 Okt 3.6 9.3 1.9 5.7 Nóv 4.2 7.6 1.9 4.8 Des 3.9 6.3 1.7 4.4 Vindrósir fyrir mælistaðina eru sýndar á myndum 4 til 7. Fyrir utan Grindavík þar sem skjól er frá Festarfjalli í NA-átt dregur nærlandslag almennt ekki úr vindi í nokkurri vindátt. Það vekur athygli að blásið getur úr öllum áttum nema NV-átt sem er bæði fátíð og fremur hægviðrasöm. Helst að vindur á milli vesturs og norðurs sé hafgola að sumri. Garðskagaviti sker sig nokkuð úr, en þar er NNA-átt utan af Faxaflóa ríkjandi á öllum árstímum og oft sem strekkingur eða allhvass vindur. Keflavíkurflugvöllur ber líka keim af þessari tíðu vindátt á Garðskaganum.
Stormar eru fremur tíðir síðla haustsins og að vetrinum á Suðurnesjum. Vindur yfir 18 m/s kemur fyrir á Keflavíkurflugvelli í 1,2 til 1,6% tilvika frá nóvember til mars. Mynd 8 sýnir vindrós allra tilvika tilvik þegar vindur er 18 m/s eða meiri. Vindur yfir 24 m/s er sýndur sérstaklega. SA-átt er helsta óveðursátt á Suðurnesjum, en útsynningsstormar (SV-átt) með éljahryðjum eru líka áberandi, einkum síðla vetrar.
Mynd 4. Vindrós fyrir Keflavíkurflugvöll. Allar mælingar 2009-2016.
Mynd 5. Vindrós fyrir Reykjanesbraut. Allar mælingar 2009-2016.
Mynd 6. Vindrós fyrir Garðaskagavita. Allar mælingar 2009-2016.
Mynd 7. Vindrós fyrir Grindavík. Allar mælingar 2009-2016.
Mynd 8. Vindrós fyrir Keflavíkurflugvöll fyrir hvassan vind.6.2. Jarðfræði
6.2.1. Jarðskjálftavá
Mið-Atlantshafshryggurinn er rekhryggur samsettur úr hlutum sem tengjast um þverstæð brotabelti. Stórar plötur (jarðflekar) skiljast að um rekhrygginn. Næst Íslandi kallast hann Reykjaneshryggur. Ofan á mjó plötuskilin hlaðast upp skástíg og mun breiðari hálendissvæði úr gosefnum og nemur eitt slíkt við land á Reykjanesi.Jarðskjálftasvæði á Íslandi má skýra með legu landsins á Mið-Atlantshafshryggnum.
Jarðskjálftar eru tíðir á Reykjanesskaga. Upptökin eru einkum á belti sem sker eldstöðvakerfin og stefnir í austur. Gliðnunarhreyfing er ráðandi vestast á jarðskjálftabeltinu. Jarðskjálftar þar eru vægir og verða ekki stærri en 4-4,5 stig á Richter. Eftir því sem austar dregur geta jarðskjálftar orðið sterkari. Þar er víxlgengishreyfing sem einkennir Suðurlandsundirlendið. Þar er hætta á skjálftum allt að 6-6,5 stig á Richter. Á miðhluta Reykjanesskaga verða skjálftar ekki stærri en 5-5,5 stig á Richter.Þéttriðið jarðskjálftamælanet er á Reykjanesskaga. Mælarnir veita hagnýtar upplýsingar um upptök og eðli skjálftavirkni auk þess að auðvelda Almannavörnum eftirlit með svæðinu. Á Reykjanesi skiptast á róleg og óróleg jarðskjálftatímabil. Svo virðist sem óróleikatímabil geti gengið yfir Reykjanesskaga á 30-40 ára fresti.
6.2.2. Eldgos
Eldvirkni á Íslandi er bundin við þekkt og skilgreind eldstöðvakerfi sem fylgja gliðnunarbeltinu. Virknin stafar af staðsetningu Íslands á Mið Atlantshafshryggnum og heitum reit undir landinu. Atlantshafshryggurinn kemur að landi á Reykjanesi og teygir sig norður yfir landið.Plötuskilin austan við Reykjanes sveigja til norðausturs og austurs. Fjögur eldstöðvakerfi, raðast skástígt á plötuskilin. Þar rifnar jörðin í hrinum vegna plötuhreyfinga, með tilheyrandi jarðskjálftum. Hálendi hleðst upp þar sem eldvirknin er mest, í skurðpunkti sprungureina og plötuskila. Þar er einnig að finna háhitasvæði.
Næst Reykjaneskerfinu liggur Trölladyngjukerfið en Brennisteinsfjallakerfið þar austan við. Í þessum þremur kerfum hafa ekki myndast megineldstöðvar. Þær rísa hátt og innihalda m.a. ísúrar og súrar bergtegundir. Í austasta kerfinu, Hengilskerfinu, er ung megineldstöð, Hengill (808 m) og á hún eftir að hækka til muna.
Reykjanesskaginn er ungt landsvæði. Það hefur myndast á s.l. 200.000 – 250.000 árum. Á síðasta jökulskeiði ísaldar, fyrir 10.000-115.000 árum, gaus þar ýmist í sjó eða jökli, eða á jökullausu landi, undir lok skeiðsins. Gosefnin eru aðallega hraun sem storknaði í vatni (bólstraberg) og hörðnuð gjóska (móberg). Fjöll skagans eru nefnd móbergsfjöll, ýmist stök eða í löngum röðum, orðin til í eldgosum úr sprungum undir jökli. Aðalbergtegundir skagans flokkast sem basalt.
Undir lok jökulskeiðsins og á núverandi hlýskeiði ísaldar (nútíma), hefur jarðeldur komið upp á Reykjanesskaga a.m.k. 100 til 150 sinnum á sl. 10 – 14.000 árum. Snemma á tímabilinu flæddu stór helluhraun frá mörgum dyngjum í kyrrlátum hraungosum. Þær og hraunin eru úr kviku sem er upprunnin djúpt undir landinu. Er talið að gosin tengist fjöðrun jarðskorpunnar þegar meginjökla ísaldar leysti. Fargið á jarðskorpunni minnkar og land rís hratt. Myndunarskeiði dyngjanna lauk fyrir um 4.000 árum.
Flestar gosstöðvar Reykjanesskagans eru gígaraðir. Gígarnir mynduðust úr gjalli og hraunslettum í kringum kvikustróka. Hraun runnu víða út í sjó og stækkuðu skagann. Gosvirknin virðist lotubundin, þ.e. hlé verða milli goshrina sem geta staðið í ár eða áratugi, líkar Kröflueldum 1975-1984 (9 eldgos). Undanfarið hafa hlé milli slíkra hrina staðið í 500-1.000 ár í þremur vestustu kerfunum. Síðustu goshrinurnar gengu yfir, frá lokum 10. aldar fram undir miðja 13. öld. Í Hengilskerfinu hefur ekki gosið í 2.000 ár.
6.3. Hafís
Alla jafna er siglingaleiðin til Íslands greið. Hafís berst stöku sinnum upp að ströndum landsins fyrir tilstilli vinda og hafstrauma, einkum seinni hluta vetrar. Algengast er að hann berist frá Grænlandssundi með Austur-Grænlandsstraumnum sem liggur suður með austurströnd Grænlands og um sundið milli Íslands og Grænlands. Yfirleitt heldur hann sig djúpt norður af landinu en í langvarandi vestlægum áttum er hætta á því að hann berist upp að norðurströnd landsins.6.4. Reykjanes UNESCO Global Geopark
Það landssvæði sem er innan marka sveitarfélaganna fimm á Suðurnesjum myndar Reykjanes UNESCO Global Geopark með viðurkenningu frá UNESCO, Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna. Geoparkar eru svæði þar sem minjum og landslagi sem eru jarðfræðilega mikilvæg á heimsvísu er stýrt eftir heildrænni stefnu um verndun, fræðslu og sjálfbæra þróun.Í Reykjanes UNESCO Global Geopark eru jarðminjar nýttar ásamt öðrum náttúru- og menningarminjum svæðisins til að vekja athygli og skilning á þeim brýnu úrlausnarefnum sem blasa við samfélagi okkar: Sjálfbærri nýtingu auðlinda, samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda og hvernig draga má úr áhrifum náttúruhamfara.
Stór landsvæði innan sveitarfélaganna sem um ræðir njóta verndar, m.a. vegna jarðmyndana eða vatnsverndar. Þá eru einstaka staðir friðaðir með öðrum hætti eða njóta hverfisverndar. Austasti hluti Grindavíkurbæjar er innan Reykjanesfólkvangs.6.5. Ítarefni
Reykjanes UNESCO Geopark -
Aðstæður til mannvirkjagerðar
7.1. Byggingarefni
Gert er ráð fyrir því að allt almennt byggingarefni komi sjóleiðina til landsins. Hægt er að skipa því upp í Helguvík eða flytja það landleiðina frá birgjum.
Fyllingarefni í grunna er hægt að nálgast í Vatnsskarðsnámum undir Háuhnjúkum við Krýsuvíkurveg og í Stapafelli við Hafnaveg. Að einhverju leyti er hægt að vinna efni í nágrenni iðnaðarlóða, t.d. í Helguvík. Gert er ráð fyrir því að fyllingarefni í steinsteypu verði að mestu flutt inn erlendis frá. Ákvörðun um flutning byggingarefnis verður líklega tekin í kjölfar hagkvæmnisathugunar í hverju og einu tilfelli þegar þar að kemur.
Jarðvegslosunarstaði má finna við Vogastapa, við Melhól norðan Grindavíkur, við Yndisgarða í Sandgerði og í Vatnsskarðsnámum.7.2. Byggingar- og framkvæmdaleyfi
Byggingar- og framkvæmdaleyfi eru gefin út af viðkomandi sveitarfélagi. Leyfin eru gefin út á grundvelli skipulagsákvæða. Afmörkun byggingarsvæða eru skilgreind í aðalskipulagi hvers sveitarfélags með fullnægjandi hætti. Þeir aðilar sem hyggja á uppbyggingu á iðnaðarsvæðunum þurfa hins vegar að ráðast í gerð deiliskipulags vegna þeirrar starfsemi sem á byggja á upp.Byggingarfulltrúi viðkomandi sveitarfélags gefur út byggingarleyfi fyrir húsum og mannvirkjum á grundvelli laga um mannvirki nr. 160/2010, byggingarreglugerðar nr. 112/2012, samþykkts deiliskipulags auk fleiri laga og reglna sem eru höfð til hliðsjónar.
Skipulagslög nr. 123/2010 kveða á um að afla þurfi framkvæmdaleyfis sveitarstjórnar vegna meiriháttar framkvæmda sem áhrif hafa á umhverfið og breyta ásýnd þess. Sveitarstjórn tekur þá afstöðu til þess hvort framkvæmdir séu í samræmi við skipulagsáætlanir. Þá ber sveitarstjórn að afla umsagna viðeigandi umsagnaraðila eftir því sem eðli máls skilgreinir. -
Samgöngur og flutningar
8.1. Sjóflutningar
Líkt og sagt er frá í kafla 3.4 eru fjölmargar hafnir á Suðurnesjum og er þeim ætlað ólík hlutverk. Helguvíkurhöfn er skipulögð til framtíðar fyrir sjóflutninga og hefur Eimskip tengt höfnina við eina af flutningaleiðum sínum (Gulu línuna) sem siglir á tveggja vikna fresti milli Íslands og Evrópu. Mikið athafnasvæði er fyrir gámageymslur og vöru- og frystigeymslur eru í næsta nágrenni. Iðnaðarlóðir hafa verið skipulagðar til að uppfylla óskir út- og innflutningsaðila um kjöraðstöðu til uppbyggingar athafnasvæða. Keflavíkurflugvöllur er í aðeins 4 km fjarlægð. Innsiglingin er frekar auðveld og dýpi mikið. Viðlegukanturinn í flutningsbryggju kanti Helguvík er 150m og er dýpið 10m fyrir skip allt að 200m. Miklir stækkunarmöguleikar eru á svæðinu eins og sjá má í meðfylgjandi töflu.Núverandi stærð hafnarsvæðis Stækkunarmöguleikar hafnarsvæðis Vogahöfn (Vogar) 1,9 ha Mjög takmarkaðir Höfn við Flekkuvík (Vogar) 3,7 ha Ekki komið til framkvæmda Grófin (Reykjanesbær) 46.000 m2 Til staðar – ekki mikið svigrúm Hafnarhöfn (Reykjanesbær) 39.507 m2 Til staðar Helguvíkurhöfn (Reykjanesbær) 163.630 m2 Til staðar – miklir möguleikar Keflavíkurhöfn (Reykjanesbær) 19.756 m2 Nei Njarðvíkurhöfn (Reykjanesbær) 109.358 m2 Til staðar Grindavíkurhöfn (Grindavíkurbær) 26 ha 10 ha óbyggðir Sandgerðishöfn (Sandgerðisbær) 14 ha Umtalsverðir möguleikar 8.2. Landflutningar
Vegasamgöngur eru almennt góðar á Suðurnesjum. Þeir vegir sem tengja saman byggðalög og athafnasvæði eru skilgreindir sem stofnvegir, þ.e. um er að ræða hluta af grunnkerfi samgangna eins og það er skilgreint í samgönguáætlun hverju sinni. Reykjanesbraut er skilgreind í vegflokki A22 og A34, þ.e. vegur með tveimur aðskildum akbrautum, a.m.k. fjórum akreinum, öxlum og eða kantsteinum. Grindavíkurvegur, Hafnavegur, Garðskagavegur og Suðurstrandarvegur eru allir skilgreindir í vegflokkum C8, C9 eða C10, þ.e. vegir með tveimur akreinum og 7 til 10 metra heildarbreidd. Ekki eru takmarkanir á burðarþoli vega á Suðurnesjum.Að vetri til eru Reykjanesbraut, Garðskagavegur og Grindavíkurvegur mokaðir alla daga vikunnar gerist þess þörf. Hafnavegur og Suðurstrandarvegur eru mokaðir tvisvar sinnum í viku sé þörf á.
Áætlunarferðir Strætó bs eru á milli Reykjanesbæjar/Keflavíkurflugvallar og Hafnarfjarðar/Reykjavíkur alla daga vikunnar. Þá eru ferðir milli annarra þéttbýliskjarna og Reykjanesbæjar daglega. Farþegar úr Grindavík og Vogum geta tengst leiðakerfi Strætó á biðstöðvum við Reykjanesbraut.
Tvö stærstu flutningafyrirtæki landsins, Eimskip og Samskip, aka alla virka daga milli Reykjavíkur og þéttbýliskjarnanna á Suðurnesjum.Garður Grindavík Reykjanesbær Sandgerði Vogar Reykjavík Þorlákshöfn Reykjanesviti Keflavíkurflugvöllur Garður 33 11 6 14 46 91 36 10 Grindavík 33 23 31 19 50 58 19 26 Reykjanesbær 11 23 9 14 46 80 26 4 Sandgerði 6 31 9 23 54 89 35 9 Vogar 14 19 14 23 35 76 35 18 8.3. Flug
Keflavíkurflugvöllur er alþjóðaflugvöllur í miklum vexti. Á vellinum eru tvær brautir í notkun. Báðar eru þær ríflega 3.000 metrar að lengd og uppfylla öll alþjóðleg viðmið.
Fjöldi farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll hefur aukist jafnt og þétt frá árinu 1985. Þannig fóru á árinu 2016 tæplega 7.000.000 farþegar um Keflavíkurflugvöll sem er aukning um rúm 40% frá árinu 2015. Flugstöðin hefur verið stækkuð nokkrum sinnum til þess að bregðast við auknum farþegafjölda. Árið 2017 er boðið upp á flug til a.m.k. 57 evrópskra áfangastaða og 27 í Norður-Ameríku.Keflavíkurflugvöllur er hluti af flutningakerfinu til og frá Íslandi. Flugvöllurinn gegnir lykilhlutverki þegar kemur að áframhaldandi þróun og vexti í útflutningi ferskra sjávarafurða horft til framtíðar.
Næsti innanlandsflugvöllur er Reykjavíkurflugvöllur. Á vellinum eru tvær brautir. Þaðan er flogið til átta áfangastaða innanlands auk nokkurra staða á Grænlandi og í Færeyjum.Hægt er að bóka beint innanlandsflug milli Keflavíkurflugvallar og Akureyrar í tengslum við millilandaflug í Keflavík. Flogið er allan ársins hring, allt að sex sinnum í viku yfir vetrartímann og einu sinni til tvisvar í viku yfir sumartímann, skv. áætlun.
Flugið er eingöngu ætlað þeim sem að eru á leið í og úr millilandaflugi í Keflavík og geta farþegar sem nýta sér þessa þjónustu því ferðast alla leið frá Akureyri til endanlegs áfangastaðar. -
Samfélag
9.1. Mannfjöldi
Íbúar á Suðurnesjum voru samtals 23.993 1. janúar 2017 og var fjölgun íbúa þar mest á síðasta ári eða um 6,6%.
Íbúafjöldi landsins hefur frá árinu 2000 aukist um 19% eða um 53.480 manns. Meginhluti þessarar aukningar er á höfðaborgarsvæðinu og Suðurnesjum eða 64%. Fjölgun íbúa á Suðurnesjum á þessum tíma er 24%.Mannfjöldi eftir kyni, aldri og sveitarfélögum 1998-2017 – Sveitarfélagaskipan hvers árs 2017 Alls Reykjanesbær Alls 16.350 Grindavíkurbær Alls 3.218 Sandgerði Alls 1.708 Sveitarfélagið Garður Alls 1.511 Sveitarfélagið Vogar Alls 1.206 Hér má sjá íbúafjöldaþróun fyrir konur frá árinu 1998 til dagsins í dag.
Á myndinni hér að ofan má sjá íbúafjöldaþróun fyrir karla frá 1998 til dagsins í dag.
Frá 1998 hefur hluti þjóðarinnar sem búsettur er á höfuðborgarsvæðinu farið vaxandi og einnig sá hluti sem búsettur er á Suðurnesjum. Þessi þróun er einkennandi fyrir fólksfjöldaþróun á Íslandi síðustu áratugi.
Hlutfall innflytjenda á Suðurnesjum var 19,06% árið 2017 og eru Pólverjar langfjölmennasti hópurinn. Hæst er hlutfallið í Sandgerðisbæ eða 21,6% en lægst í Vogum 14,93%.Hlutfall innflytjenda eftir sveitarfélögum 1. janúar 2017
Reykjanesbær 19,32
Grindavíkurbær 17,34
Sandgerðisbær 21,6
Sveitarfélagið Garður 20,32
Sveitarfélagið Vogar 14,939.2. Mannfjöldaspá
Gert er ráð fyrir að íbúum á Suðurnesjum fjölgi áfram og verði 34. 835 árið 2030 miðað við íbúaþróun sl. 16 ár.9.3. Ítarefni
Innflytjendur og einstaklingar með erlendan bakgrunn
Mannfjöldi 1. janúar 2017
Búsetuþróun -
Atvinnuvegaskipting
10.1. Helstu atvinnuvegir
10.1.1. Sjávarútvegur
Mörg stærstu fyrirtæki landsins í sjávarútvegi eru staðsett á Suðurnesjum, þó sérstaklega í Grindavík og Garði. Sjávarútvegur er grunnatvinnuvegur á Suðurnesjum. Ef skoðuð eru gögn frá Fiskistofu eru þrjár heimahafnir sem skera sig úr með skip sem tilheyra þeim og fá töluvert meira úthlutað af þorskígildum en aðrar hafnir sem á eftir þeim koma. Grindavíkurhöfn er sú höfn sem fær næstmest úthlutað af þorskígildum eða 10,85 af heildarígildum.Nýsköpun í veiðum og vinnslu sjávarafurða er þó nokkur á Suðurnesjum. Nýsköpunarfyrirtækið Codland er dæmi um klasasamstarf í sjávarútvegi á Suðurnesjum. Codland hefur þegar sett nýja vöru á markað og unnið er að stærri verkefnum í nýsköpun sjávarafurða.
10.1.2. Ferðaþjónusta
Mörg stærstu fyrirtæki landsins í ferðaþjónustu eru staðsett á Suðurnesjum. Má þar t.d. nefna Bláa Lónið og Isavia. Ein meginástæða þess að atvinnuástand hefur farið batnandi á Suðurnesjum er mikil fjölgun ferðamanna sem og farþega sem millilenda á Keflavíkurflugvelli.Samkvæmt upplýsingum Isavia fjölgar farþegum sem fóru um Keflavíkurflugvöll úr 1,7 milljón árið 2009 í 6,7 milljónir árið 2016. Spár Isavia gera ráð fyrir að farþegafjöldinn um flugvöllinn nálgist 9 milljónir árið 2017.
Sumarið 2017 fljúga 26 flugfélög um Keflavíkurflugvöll. Þar af fljúga 12 flugfélög allt árið um kring og fer þeim flugfélögum fjölgandi sem það gera.
Áætlað er að nýjum störfum fjölgi um 1.500 á Keflavíkurflugvelli á þessu ári og gera áætlanir Isavia ráð fyrir að um 4.500 ný störf verði til á flugvellinum á árabilinu 2017 til 2020.Alls voru seldar rúmlega 103 þúsund gistinætur á Suðurnesjum fyrstu fimm mánuði ársins 2017 og er það 67% aukning frá sama tímabili í fyrra. Þær upplýsingar fengust frá Sýslumanninum á Suðurnesjum að samtals séu í gildi 111 gistileyfi á svæðinu. Þar af séu 7 á Ásbrú. Tölur um fjölda seldra gistinátta eru sóttar á vef Hagstofunnar
10.1.3. Byggingaiðnaður
Útgefnum byggingarleyfum hefur fjölgað á árinu 2017 í Reykjanesbæ. Á árinu 2016 voru útgefin leyfi í Reykjanesbæ 86. Í júní 2017 voru útgefin byggingarleyfi í Reykjanesbæ orðin 85.Í Grindavík voru útgefin byggingarleyfi á árinu 2016 38 talsins og í júní 2017 voru útgefin byggingarleyfi 18 talsins.
Í Vogum voru útgefin byggingarleyfi árið 2016 3 talsins. Eitt byggingarleyfi hefur verið gefið út á árinu 2017 í Vogum.
Í Sandgerði voru útgefin byggingarleyfi árið 2016, 16 talsins. Í ágúst 2017 eru útgefin byggingarleyfi 11 talsins.
Í Garði voru útgefin byggingarleyfi árið 2016, 2 talsins. Í ágúst 2017 eru byggingarleyfi 8 talsins.
10.1.4. Fyrirtæki í rekstri á Suðurnesjum 2015
Samkvæmt heimildum Hagstofu Íslands voru 1832 fyrirtæki starfandi á árinu 2015. Af þeim voru 604 einstaklingar með rekstur á eigin kennitölu. Fyrirtækin voru flokkuð eftir ÍSAT2008.ÍSAT2008 Lýsing Fyrirtæki Einstaklingur í rekstri á eigin kennitölu Alls A Landbúnaður, skógrækt og fiskveiðar 103 34 137 B Námugröftur og vinnsla hráefna úr jörðu 5 0 5 C Framleiðsla 143 39 182 D Rafmagns-, gas- og hitaveitur 2 0 2 E Vatnsveita, fráveita, meðhöndlun úrgangs og afmengun 3 0 3 F Byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð 190 88 278 G Heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum 156 32 188 H Flutningar og geymsla 42 67 109 I Rekstur gististaða og veitingarekstur 74 17 91 J Upplýsingar og fjarskipti 41 24 65 K Fjármála- og vátryggingastarfsemi 19 3 22 L Fasteignaviðskipti 123 4 127 M Sérfræðileg, vísindaleg og tæknileg starfsemi 109 45 154 N Leigustarfsemi og ýmis sérhæfð þjónusta 78 19 97 O Opinber stjórnsýsla og varnarmál; almannatryggingar 11 0 11 P Fræðslustarfsemi 22 54 76 Q Heilbrigðis- og félagsþjónusta 36 56 92 R Menningar-, íþrótta- og tómstundastarfsemi 20 21 41 S Félagasamtök og önnur þjónustustarfsemi 51 61 112 T Atvinnurekstur innan heimilis, þjónustustarfsemi og framleiðsla á ýmis konar vöru á heimilum til eigin nota 0 0 0 U Starfsemi stonana og samtaka með úrlendisrétt 0 0 0 X Óþekkt starfsemi 0 40 40 1228 604 1832 -
Vinnumarkaður
Atvinnuleysi á Suðurnesjum var á bilinu 12-13 % á árunum 2009-2011 og því um 4-5 prósentustigum yfir landsmeðaltali. Frá árinu 2012 hefur dregið hratt úr atvinnuleysi og var það komið niður fyrir 6% árið 2014.
Í gögnum frá Vinnumálastofnun má sjá að atvinnuleysi hafi enn verið mest á Suðurnesjum á árinu 2015 þó svo það hafi lækkað mikið síðustu misseri og var að jafnaði um 4% á árinu 2015. Á árinu 2016 var atvinnuleysi á Suðurnesjum 2% að jafnaði.
Í skýrslu um stöðu og horfur á vinnumarkaði á árunum 2016 til 2018 kemur fram að sá efnahagsbati sem orðið hefur síðustu ár virðist að einhverju marki ná til flestra svæða landsins. Þannig er atvinnuleysi nú orðið sögulega mjög lítið víðast hvar um landið. Um margra ára skeið hefur skráð atvinnuleysi verið mun meira á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og svo var enn á árið 2015 þó svo það hafi lækkað mikið síðustu misseri og var að jafnaði um 4% ár árinu 2015. Svo virðist að á árinu 2015 verði fjölgun starfa svipuð á höfuðborgarsvæðinu og utan þess. Í gögnum þessum má sjá að fjölgun starfa er einna mest hlutfallslega á Suðurnesjum.
Mynd Hlutfallsleg fjölgun/fækkun starfa eftir svæðum 2013-2015 reiknað út frá mannfjölda og skráðu atvinnuleysi
Á 12 mánaða tímabili, frá maí 2016 til apríl 2017, voru að jafnaði 17.079 launagreiðendur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 790 (4,8%) frá síðustu 12 mánuðum á undan. Á sama tímabili greiddu launagreiðendur að meðaltali um 182.800 einstaklingum laun sem er aukning um 8.500 (4,9%) samanborið við 12 mánaða tímabil ári fyrr. Launagreiðendur á Suðurnesjum voru alls 1832, 1228 fyrirtæki og 604 einstaklingar í rekstri á eigin kennitölu.
Skipt eftir atvinnugreinum hefur launþegum fjölgað mikið á milli ára hjá launagreiðendum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Launþegum hefur hins vegar fækkað í sjávarútvegi.
Í apríl voru 2.478 launagreiðendur og um 11.500 launþegar í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og hafði launþegum fjölgað um 1.600 eða um 16% samanborið við apríl 2016. Sömuleiðis voru í apríl 1.614 launagreiðendur og um 25.100 launþegar í einkennandi greinum ferðaþjónustu og hafði launþegum fjölgað um 3.400 eða um 16% á einu ári. Launþegum hefur á sama tíma fjölgað um 8.500 eða um 5%.
Hafa verður í huga að í þessum tölum eru ekki upplýsingar um einyrkja sem eru með rekstur á eigin kennitölu og greiða sjálfum sér laun, en slíkt rekstrarform er algengt í byggingariðnaði, landbúnaði, hugverkaiðnaði og skapandi greinum svo dæmi séu tekin.
Vinnumálastofnun gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti í flestum atvinnugreinum á árinu 2017, einkum þó í byggingariðnaði og ferðaþjónustu.11.1. Vinnusóknarsvæði
Gerð var tilraun til þess að meta vinnusóknarsvæði Suðurnesjamanna árið 2016 með íbúakönnun á vegum Heklunnar. Spurt var hversu langt væri milli heimilis og vinnustaðar. 60% íbúa sækja vinnu í 0-10 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu og 16% fara 11-20 kílómetra frá heimili sínu til að sækja vinnu.Þegar vinnusóknarsvæðið er greint nánar eftir sveitarfélögum kemur í ljós að íbúar í Grindavík eru líklegastir til að sækja vinnu í innan við kílómetra fjarlægð frá heimili sínu eða 33%. Í Sandgerði er hlutfallið 18%, 21% í Garði, 10% í Vogum og 9% í Reykjanesbæ. 30% íbúa í Grindavík sækja vinnu 1,1-5 kílómetra frá heimili sínu. Samtals sækja því 63% íbúa Grindavíkur vinnu í innan við fimm kílómetra fjarlægð frá heimilinu.
30% íbúa í Reykjanesbæ sækja vinnu 1,1-4 kílómetra frá heimili og 38% búa í 4,1-10 kílómetra frá vinnustað. Samtals sækja því 77% íbúa Reykjanesbæjar vinnu innan við 10 kílómetra frá heimili sínu.
Í Sandgerði fer 40% íbúa 4,1-10 kílómetra til vinnu og 18% 11-20 kílómetra. Í Garði fer 25% 4,1-10 kílómetra og 34% 11-20 kílómetra.
Athygli vekur að á meðan aðeins 12% íbúa í Garði, 14% íbúa í Reykjanesbæ, 16% íbúa í Sandgerði og 21% íbúa í Grindavík sækir vinnu í meira en 20 kílómetra fjarlægð frá heimili sínu þá gera það 60% íbúa í Vogum.
Landslag setur vinnusóknarsvæði þéttbýlisstaða á Suðurnesjum ekki skýr mörk né heldur vegalengdir og skarast þau innbyrðis sem og við vinnusóknarsvæði höfuðborgarinnar samkvæmt könnun Byggðastofnunar og atvinnuþróunarfélaganna. Suðurnes eru þannig hluti af öflugasta vinnu- og þjónustusóknarsvæði á landinu.
11.2. Stærð vinnumarkaðarins
Íbúar á aldrinum 16-69 ára eru 15.025 alls og því má gera ráð fyrir því að áætlað vinnuafl þann 1. janúar 2017 séu alls 12.997 aðilar á öllum Suðurnesjum og skiptast með eftirfarandi hætti :• Reykjanesbær 8.782 alls.
• Grindavík 1.742 alls.
• Sandgerði 922 alls.
• Garður 819 alls.
• Vogar 657 alls.11.3. Aldurs- og kynjaskipting
Mannfjöldapýramídi Reykjanesbæjar 1. janúar 2017
Mannfjöldapýramídi Grindavík 1.janúar 2017
Mannfjöldapýramídi Sandgerði 1. janúar 2017
Mannfjöldapýramídi Sveitarfélagsins Garðs 1. janúar 2017
Mannfjöldapýramídi Sveitarfélagsins Voga 1. janúar 2017
11.4. Þekkingarstig
Í íbúakönnun sem unnin var af Heklunni haustið 2016 voru íbúar á Suðurnesjum beðnir um að merkja við allar prófgráður sem þau höfðu lokið. Þar kemur fram að rúmlega 53% íbúa á Suðurnesjum hafa lokið grunnskólamenntun, 21% íbúa eru með próf í iðngrein, 18% íbúa hafa lokið stúdentsprófi, 20% íbúa hafa lokið grunnstigi háskólanáms en 4 % íbúa hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi. U.þ.b. 9% íbúa merktu við að hafa lokið annarskonar námi.11.5. Atvinnuástand og horfur
Í janúar mánuði 2017 voru alls 548 manns á atvinnuleysisskrá eða 4,5% atvinnuleysi. Á sama tíma var meðalatvinnuleysi á landinu 3%. Má færa rök fyrir því að nokkuð stór hópur hafi verið á atvinnuleysisskrá á Suðurnesjum á þessum tíma vegna verkfalls sjómanna en eins og áður hefur komið fram eru Suðurnesin nátengd sjávarútvegi. Meðal atvinnuleysi á Suðurnesjum síðustu 12 mánuði var 2,5% en 2,3% á landsvísu. Gerir Vinnumálastofnun ráð fyrir áframhaldandi vexti í flestum atvinnugreinum á árinu, einkum þó byggingariðnaði og ferðaþjónustu. Þess ber að geta að á árinu 2016 bættust við 7000 ný störf á landsvísu.Í skýrslu ISAVIA, Stóriðja í stöðugum vexti, kemur fram að ef miðað sé við farþegafjöldaspá til ársins 2040 verði 415 ný störf að meðaltali á hverju ári og verði þau orðin alls 15.000 í lok ársins 2040.
11.6. Ítarefni
Vinnumálastofnun – staða og horfur
Byggðastofnun – stöðugreining 2016
Stóriðja í stöðugum vexti – Isavia -
Þjónusta
12.1. Opinber þjónusta
Hægt er að rekja sögu sveitarfélaga á Íslandi allt frá 12. öld. Fyrstu heimildir er að finna í Grágás, lögbók Íslendinga. Fram kemur í Grágás að í hverjum löghreppi skuli vera a.m.k 20 bændur en það jafngildir u.þ.b. 400 íbúum. Hlutverk og verkefni sveitarfélaga hafa tekið miklum breytingum í tímans ráðs og þróast í samræmi við viðhorf og þjóðfélagsbreytingar.Sveitarfélög sjá íbúum fyrir almennri grunnþjónustu sem og tæknilegri grunnþjónustu. Sveitarfélög ásamt ríkisvaldinu mynda atvinnulífinu umgjörð fyrir starfsemi sína. Í 7. gr. sveitarstjórnalaga kemur fram hverjar skyldur sveitarstjórna eru. Samkvæmt þeim er þeim falið að annast verkefni sem þeim eru falin í lögum en ráðuneytið gefur út árlega leiðbeinandi yfirlit um lögmæt verkefni sveitarfélaga, hvort sem um er að ræða skyldubundin verkefni eða ekki.
Hægt er að flokka verkefni í grófum dráttum í þrennt:
Stjórnsýsla: t.d. byggingar- og heilbrigðiseftirlit. Veiting leyfa t.d. til atvinnustarfsemi og athafna.
Velferðarþjónusta: Þjónusta við einstaklinga og/eða afmarkaða hópa. Dæmi um það er rekstur grunnskóla, leikskóla, tónlistarskóla, félagsþjónusta sem og æskulýðs-, tómstunda- og íþróttastarfsemi.
Tæknileg þjónusta: Dæmi um það er t.d. veituþjónusta, brunavarnir og gatnagerð.12.1.1. Stjórnsýsla sveitarfélaganna
Sveitarfélögin leitast við að veita íbúum sínum góða þjónustu en sökum stærðar sinnar hafa sveitarfélög á Suðurnesjum átt í samstarfi á sviðum félagsþjónustu og í skólamálum. Dæmi um það er sameiginlegur byggingarfulltrúi Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagins Garðs. Sveitarfélögin Garður, Vogar og Sandgerðisbær eru með sameiginlega félagsþjónustu. Öll sveitarfélögin fimm reka eigin bæjarskrifstofur og hafa bæjarstjóra í fullu starfi.12.1.2. Sameiginleg verkefni sveitarfélaganna
Sveitarfélögin á Suðurnesjum eiga í ýmiss konar samstarfi og reka í sameiningu stofnanir og verkefni sem sinna ólíkum hlutverkum og þjónustu við íbúana. Dæmi um samrekin fyrirtæki allra sveitarfélaganna eru Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum, Atvinnuþróunarfélagið Heklan, Markaðsstofa Reykjaness, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja og Heilbrigðiseftirlit Suðurnesja. Sveitarfélögin Garður, Sandgerði og Vogar eru með formlegt samstarf í félagsþjónustu sveitarfélaganna.Öll sveitarfélögin á Suðurnesjum fyrir utan Grindavík eiga aðild að Brunavörnum Suðurnesja, Almannavörnum Suðurnesja og Dvalarheimili Suðurnesja. Sveitarfélögin fimm ásamt einkafyrirtækjum eru stofnendur í Reykjanes Geopark.
Svæðisskipulag Suðurnesja var samþykkt 12.11.2012 og gildir það 2008-2024. Auk sveitarfélaganna á Suðurnesjum eru Landhelgisgæslan og Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar aðilar að því samstarfi.Atvinnuþróunarfélagið Heklan styður við atvinnuþróun á Suðurnesjum í samstarfi við einstaklinga, fyrirtæki, samtök, sveitarfélög og aðra hagsmunaaðila. Heklan beitir sér fyrir sem nánustu samstarfi allra í stoðkerfinu á Suðurnesjum og kemur þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Félagið leggur upp með að vera fyrsti viðkomustaður þeirra sem til stoðkerfisins leita og vísa aðilum þangað sem aðstoð er að fá í hverju tilviki. Heklan er m.a. í samstarfi við Íslandsstofu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Byggðastofnun.
12.1.3. Framhaldsskólar
Fjölbrautaskóli Suðurnesja
Fjölbrautaskóli Suðurnesja býður fjölbreytt nám á framhaldsskólastigi sem mætir þörfum mjög breiðs nemendahóps. Starfsnám hefur ávallt verið öflugt í skólanum en um 47% nemenda stunda þar lengra eða styttra starfsnám.
Nemendur á vorönn 2017 voru samtals 950 í dagskóla og 120 nemendur 10. bekkjar í völdum námsgreinum. Skólinn er fullnýttur en hann hefur þó náð að rúma 1250 nemendur í dagskóla með því að leigja nálægt kennslurými og hafa kennslu lengur frameftir degi. Skoða þarf stækkun skólans í nálægri framtíð og er svigrúm til þess á lóðinni. Hins vegar kemur á móti með styttingu framhaldsskólanáms í 3 ár að nemendum í skólanum á hverju ári fækkar.Kyngreindar upplýsingar um nemendur – vorönn 2017
KK 56%
KVK 44%Nemendur eftir sveitarfélögum KK KVK Garður 8% 7% Grindavík 12% 11% Reykjanesbær 69% 71% Sandgerði 6% 5% Vogar 1% 2% Utan Suðurnesja 4% 4% 100% 100% Nemendur eftir aldri:
kk kvk Samtals Fæddir 2000 eða seinna 28% 25% 27% Fæddir 1999 20% 28% 24% Fæddir 1998 17% 21% 19% Fæddir 1997 15% 13% 14% Fæddir 1996 7% 5% 6% Fæddir 1995 og fyrr 12% 9% 11% 100% 100% 100% Nemendur eftir brautum
KK KVK Samtals Almennar brautir 13% 11% 12% Framhaldsskólabraut 4% 5% 5% Stutt starfsnám 5% 1% 3% Starfsnámsbrautir 16% 15% 16% Verknámsbrautir 23% 1% 13% Stúdentsbrautir 34% 64% 47% Starfsbraut 5% 4% 5% 100% 100% 100% 12.1.5. Önnur fræðslustarfsemi
Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur gert samninga til þriggja ára við háskóla og nokkur þekkingarsetur. Auk þess starfrækir Háskóli Íslands rannsóknasetur á nokkrum stöðum á landinu. Þekkingarsetrin eru mikilvægur þáttur stoðkerfisins í hverjum landshluta.Tónlistarskólar
Tónlistarskólar eru reknir í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum. Námsframboð er fjölbreytt en mismunandi milli skóla. Tónlistarskóli Reykjanesbæjar er mjög stór tónlistarskóli á íslenskan mælikvarða, með sérlega mikið námsframboð, bæði hvað varðar hljóðfæraval og möguleika á samspili og hljómsveitastarfi. Allir skólarnir starfa eftir aðalnámskrá tónlistarskóla.Keilir
Keilir er alhliða menntastofnun í meirihlutaeigu Háskóla Íslands, Kadeco, Orkuveitu Reykjavíkur, Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, fyrirtækja og almannasamtaka. Keilir var stofnaður árið 2007 á Ásbrú til að bregðast við atvinnuleysi á svæðinu en einnig til að sinna kjarnastarfi í uppbyggingu svæðisins eftir brottför varnaliðsins. Námið í Keili byggir að miklu leyti á nánu samstarfi við atvinnulíf á Suðurnesjum en það skiptist í fjögur sérhæfð svið og innan hvers sviðs er fjölbreytt námsframboð. Sviðin fjögur eru; Háskólabrú, sem miðar að því að undirbúa nemendur fyrir háskólanám, Flugakademía, sem býður upp á flugnám og flugvirkjanám, Íþróttaakademía sem veitir ÍAK þjálfaranám, leiðsögunám í ævintýraferðamennsku og fótaaðgerðafræði, og Tæknifræðinám á vegum Háskóla Íslands, sem skiptist í iðntæknifræði og mekatróník hátæknifræði.Eftir stofnun skólans hafa um 3.000 manns útskrifast úr skólanum, þar af um helmingurinn af Háskólabrú þar sem um 85% hafa haldið í háskólanám bæði innanlands og erlendis. Þá hefur Keilir verið í fararbroddi meðal íslenskra skóli við innleiðingu nýrra kennsluhátta.
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum
Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum var stofnuð 10. desember 1997. Mikil fjölgun valkosta varð í menntunarmálum á Suðurnesjum við stofnun miðstöðvarinnar. Þar með varð aðgengi almennings að námskeiðum meira og aukið svigrúm skapaðist til sí- og endurmenntunar. Á þeim árum sem Miðstöð símenntunar á Suðurnesjum hefur verið starfrækt hefur starfsemin vaxið jafnt og þétt og námsframboðið tekið mið af þörfum viðskiptavina hverju sinni.Meginhlutverk Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum er að efla sí- og endurmenntun Suðurnesjamanna, auka menntun og lífsgæði íbúa svæðisins og efla þannig einstaklinga og atvinnulíf.
Þekkingarsetur Suðurnesja
Þekkingarsetur Suðurnesja var stofnað 1. apríl 2012 af öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum, Rannsóknasetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum, Náttúrustofu Suðvesturlands og Keili. Þekkingarsetrið er sjálfseignarstofnun rekin af opinberum framlögum ríkis og sveitarfélaga. Þann 21. nóvember 2012 var skrifað undir samning við mennta- og menningarmálaráðuneytið um ráðstöfun rekstrarframlags í fjárlögum.
Þekkingarsetur Suðurnesja starfar á þekkingargrunni Fræðaseturs Sandgerðisbæjar, Botndýrastöðvarinnar, Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum og Náttúrustofu Suðvesturlands. Starfsemin tekur mið af markmiðum, hlutverki og skyldum allra stofnananna.Markmið Þekkingarseturs Suðurnesja snúa meðal annars að:
1. Rannsóknum og þróun
2. Háskólanámi og samþættingu þekkingarstarfs
3. Símenntun og samstarfi við aðrar menntastofnanir á SuðurnesjumFisktækniskóli Íslands
Fisktækniskóli Íslands starfar í Grindavík en á fáum stöðum á landinu er nábýlið við lifandi sjávarútveg jafn mikið, jafnt við öfluga fiskvinnslu sem og útgerð. Jafnframt því hefur þróast fjölbreytt þjónusta og annar fyrirtækjarekstur sem tengist sjávarútvegi. Markmið skólans er að bjóða upp á nám sem miðar að því að veita grunnmenntun í sjávarútvegsfræðum og er hann kominn á fjárlög.Fisktækniskólinn býður upp á fjölbreytt nám í sjávarútvegi á framhaldsskólastigi. Námið er hagnýtt tveggja ára gunnnám sem byggt er upp sem önnur hver önn í skóla og hin á vinnustað. Í starfsnámi er leitast við að bjóða nemendum upp á val um vinnustað /vetfang með hliðsjón af áhugasviði hvers og eins t.d sjómennsku, fiskvinnslu eða fiskeldi.
12.1.6. Heilbrigðisþjónusta
Heilbrigðisumdæmi Suðurnesja nær yfir sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum. Heilbrigðisstofnun Suðurnesja hefur miðstöð í Reykjanesbæ, þar hafa stjórnendur aðsetur og þar er líka heilsugæslustöð og sjúkrahús með vaktþjónustu. Heilsugæslustöð er í Grindavík og heilsugæslusel í Vogum.Samtals eru 14 hjúkrunarrými fyrir aldraða eru rekin sérstaklega í Grindavík og Reykjanesbæ. Í Reykjanesbæ eru einnig hjúkrunarrými í tengslum við sjúkrahúsið. Hjúkrunarrými eru einnig að Nesvöllum og Hlévangi en þau eru rekin af Hrafnistu.
12.1.7. Sýslumannsembætti
Á Suðurnesjum situr einn sýslumaður og hefur hann aðsetur í Reykjanesbæ. Sýslumaður fer með framkvæmdarvald og stjórnsýslu ríkisins á Suðurnesjum, eftir því sem lög og reglugerðir eða önnur stjórnvaldsfyrirmæli kveða á um. Þar á meðal fer hann með innheimtu opinberra gjalda, að því leyti sem hún er ekki falin öðrum.12.1.8. Lögregluumdæmin
Suðurnesin eru eitt lögregluumdæmi. Aðallögreglustöðin er staðsett í Reykjanesbæ en grenndargæsla eru í öllum öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum. Embættið sér einnig um landamæragæslu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Embættinu er skipt niður í þrjú svið, skrifstofu lögreglustjóra, löggæslusvið og lögfræðisvið. Undir löggæslusvið fellur almenn deild, rannsóknardeild og flugstöðvardeild. Í árslok voru þar 106,7 ársverk.12.1.9. Almannavarnir
Starfssvæði Lögreglustjórans á Suðurnesjum eru öll sveitarfélögin fimm á Suðurnesjum. Aðsetur hans er í Reykjanesbæ en auk þess eru lögreglustöðvar í Garði, Sandgerði, Vogum, Grindavík og á Keflavíkurflugvelli.Á Suðurnesjum eru þrjú slökkvilið. Brunavarnir Suðurnesja er skipað bæði atvinnu- og hlutastarfandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum. Starfssvæði þess eru öll sveitarfélög á Suðurnesjum utan Grindavíkur og flugverndarsvæðis Keflavíkurflugvallar. Samvinna er við Flugvallarþjónustuna á Keflavíkurflugvelli sem rekur eigið slökkvilið, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, Slökkvilið Grindavíkur, Slökkvilið Borgarbyggðar og Slökkvilið Akraness og Hvalfjarðarsveitar en þrjú þau síðastnefndu eru útkallsslökkvilið. Slökkvilið Grindavíkurbæjar sinnir slökkvistörfum í Grindavík. Þar er starfandi slökkviliðsstjóri í fullu starfi.
Á Suðurnesjum eru starfandi tvær almannavarnarnefndir, þ.e. almannavarnarnefnd Suðurnesja og almannavarnarnefnd Grindavíkur. Nefndirnar eru skipaðar af sveitarstjórn og er hlutverk þeirra stefnumótun og skipulagning almannavarna í héraði. Í nefndinni sitja lögreglustjóri auk fulltrúa sveitarstjórna. Nefndirnar vinna að gerð hættumats og viðbragðsáætlana, í samvinnu við ríkislögreglustjóra ásamt því að endurskoða og framkvæma prófanir á viðbragðsáætlunum í samvinnu við ríkislögreglustjóra.
12.1.10. Menningarstarfsemi
Menningarlíf á Suðurnesjum er blómlegt. Svæðið er þekkt fyrir tónlistararfleið sína auk áhugaverðrar sögu sem tengist sjósókn og veru varnarliðsins. Fjöldi menningarhópa er starfandi og hafa margir þeirra gert þjónustusamninga við sveitarfélögin. Má þar nefna kóra, myndlistarfélag, ljósmyndarafélag, tónlistarfélag og leikfélag. Hóparnir standa að fjölda menningarviðburða á hverju ári.Menningar- og bæjarhátíðir eru haldnar árlega í sveitarfélögunum á Suðurnesjum, t.d. Fjölskyldudagar Vogum, Ljósanótt Reykjanesbæ, Sólseturshátíðin og Ferskir vindar í Garði, Sandgerðisdagar og Sjóarinn síkáti í Grindavík. Samstarf hefur verið milli sveitarfélaganna um Safnahelgi á Suðurnesjum í mars ár hvert og List án landamæra. Auk þessa er margvísleg menningarstarfsemi og hús tengd menningu á svæðinu. Má þar meðal annars nefna Hljómahöllina og Duushús í Reykjanesbæ, Kvikuna í Grindavík og Byggðasafnið í Garði. Þá reka öll sveitarfélögin bókasöfn með öflugri starfsemi.
12.3. Ítarefni
Sóknaráætlun Suðurnesja 2016 – 2019
Byggðastofnun – Stöðugreining 2014 -
Samkeppnisstaða
Samkeppnisstaða svæða og þar með athugunarsvæðis ræðst annars vegar af ytri þáttum og hins vegar af innri þáttum. Ytri þættirnir taka til alþjóðlegra aðstæðna og þeirra sem eiga almennt við um Ísland en innri þættirnir taka til sértækra aðstæðna á athugunarsvæðinu.
13.1. Samkeppnisstaða Íslands
Gagnaveitan World Economic Forum hefur um árabil metið samkeppnishæfni landa og einstakra hagkerfa. Í skýrslunni fyrir 2016-2017 eru efnahagskerfi 138 landa metin. Þar raðast Ísland í 27. sæti og hækkar um tvö sæti frá árinu áður.
Löndin eru metin út frá tólf atriðum/mælikvörðum sem flokkuð eru undir fjóra megin þemaflokka með tilliti til þróunar efnahagskerfisins. Þessi flokkun er ný uppfærð og í fyrsta sinn sem hún er sett fram í skýrslunni með þessum hætti. Flokkunin var fyrst reynd í síðustu skýrslu (2015-2016) en er uppfærð með tilliti til þeirrar þróunar sem á sér stað í tæknimálum um allan heim í öllum atvinnugreinum og þeirri kenningu fræðimanna um að við séum í dag að upplifa fjórðu iðnbyltinguna. (s. 51 GCR)Á Mynd fyrir ofan má sá alla þá 12 mælikvarða sem meta samkeppnishæfni landa.
Á Mynd fyrir ofan má sjá stöðu Íslands (blá lína) út frá þessum tólf mælikvörðum í samanburði við meðaltal þeirra landa innan Evrópu og Norður Ameríku (skyggt svæði).
Staða Íslands í alþjóðlegum samanburði hefur verið að lagast og miðað við flesta mælikvarða GCI þá er landið yfir meðaltali samanburðarsvæðis (Evrópu og Norður Ameríku).Stærð heimamarkaðar og staðsetning landsins veikir stöðu okkar einna helst í alþjóðlegum samanburði en hann er oft forsenda þess að hefja alþjóðlega markaðssókn. Smæð hans hefur einnig þau áhrif að markaðssækni fyrirtækjanna á alþjóðamarkaði er minni en ella þar sem þau hafa síður tækifæri á litlum heimamarkaði til að ná þeirri stærðarhagkvæmni sem oft er forsenda þess að taka þátt í samkeppni á alþjóðlegum mörkuðum.
Almennt efnahagsumhverfi (e. macroeconomic environment) hefur styrkst verulega en það skýrist fyrst og fremst af viðsnúningi í rekstri hins opinbera, auknum þjóðhagslegum sparnaði og greiðslu skulda. Þróun fjármálamarkaðarins og skilvirkni á fyrirtækjamarkaði hefur lagast mikið frá fyrri árum og stöndum við þar á pari við samanburðarsvæði.
Meginstyrkleikar landsins liggja í nýsköpun og háu tæknistigi, bæði fyrirtækja og heimilanna, skilvirkum vinnumarkaði með hæfu vinnuafli, öflugu menntakerfi á efri stigum og símenntun á vinnumarkaði ásamt góðu heilbrigðiskerfi og grunnmenntun. Þá hefur aukið flugframboð til og frá landinu styrkt samkeppnishæfni landsins til muna.
Heimild: www.weforum.org – Te Global Competitiveness Dreport 2016-2017
World Economic Forum hefur jafnframt gefið út skýrslu (2017) um þróun landa út frá 15 mælikvörðum og þróun árangursvísa (KPI’s) síðustu fimm ára. Í skýrslunni eru skoðuð 109 lönd sem skipt er í tvo flokka; Háþróað efnahagskerfi (e. andvanced economies) og þróunarhagkerfi (e. developing economies).Ísland er í fjórða sæti á lista yfir háþróað efnahagskerfi og er það land sem hefur náð mestum árangri á síðustu fimm árum.
Heimild
Samkvæmd skýrslu WEF 2017 um samkeppnishæfni 136 landa í ferðaþjónustu þá hafnar Ísland í 25. sæti eftir að hafa fallið niður um 7 sæti frá síðasta ári. Ísland er í þriðja sæti á lista yfir lönd í Norður Evrópu.
Heimild
Á gagnaveitunni Doing Business sem rekin er af Alþjóðabankanum (World Bank) er að finna samandregnar upplýsingar um ýmsa þætti er varða stofnun og rekstur fyrirtækja. Upplýsingarnar ná til 190 landa og er Íslandi raðað í 20. sæti fyrir árið 2017 yfir þau lönd þar sem auðveldast er að stofna og reka fyrirtæki.
Heimild13.2. Samkeppnisstaða svæðisins
Þennan kafla þarf að vinna nánar með vinnuhópi af svæðinu sem skipaður er fulltrúum sveitarfélaga og annarra hagaðila til að fá sem skýrustu mynd af stöðu svæðisins. Gera þarf SVÓT greiningu á svæðinu þar sem flokkaðir eru saman annars vegar styrkleikar og tækifæri og hins vegar veikleikar og ógnanir. Eftirfarandi flokkun er aðeins samantekt af vinnu ýmissa vinnuhópa tengdum öðrum verkefnum á vegum atvinnuþróunarfélagsins Heklunnar og nýst getur inn í þessa vinnu.13.2.1 Styrkleikar og tækifæri
• Svæðisskipulag Suðurnesja – skilgreind atvinnusvæði og uppbyggingarsvæði – öflugt samstarf sveitarfélaganna
• Orkuauðlindin / Auðlindagarður HS orku – gott aðgengi að orkuvinnslusvæðum
• Nálægð við byggð og skilgreind iðnaðarsvæði
• Nálægð við þjónustu, alþjóðaflugvöll og hafnir – lágmörkun flutningskostnaðar
• Aukinn áhugi á vistvænni og endurnýjanlegri orku
• Innviðir og stjórnsýsla
• Skólar og menntastofnanir
• Hafnaraðstaða
• Sorpbrennsla
• Öflugt samstarf sveitarfélaganna á svæðinu um grunnþjónustu
• Stórt atvinnusvæði
• Fjölþætt þjónusta
• Góðar vegtengingar innan og að svæðinu
• Félagsauður og þekkingarstig
• Þekkingaruppbygging og öflugt menntasamfélag
• Fjölbreytt atvinnulíf
• Einstakt svæði út frá jarðfræði
• Svæðið er á lista Unesco Global Geopark
• Mikil þekking á náttúru og samfélagi svæðisins í staðbundnum stofnunum
• Sterkur og öflugur sjávarútvegur
• Nýsköpun í sjávarútvegi
• Gróska í nýsköpun og fjölgun sprotafyrirtækja
• Ferðaþjónusta í vexti – öflug fyrirtæki starfandi13.2.2 Veikleikar og ógnanir
• Breytingar í jarðskorpunni, eldgos og jarðskjálftar geta breytt eðli svæðanna
• Veik héraðsvitund á svæðinu
• Lítið atvinnuleysi – vöntun á starfsfólki
• Nálægð við höfuðborgina /samkeppni vegna fjarlægðar
• Orkuvinnsla og iðnaður getur haft í för með sér mengun
• Pólitísk andstaða á landsvísu við nýtingu orkuauðlinda
• Efnahagsmál og fjármögnun
• tímabundin þensluáhrif framkvæmda
• erfiðleikar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum
• hátt vaxtastig innanlands og veik staða íslensks efnahagslífs
• fjarlægð frá helstu markaðssvæðum heims
• Sterk króna til útflutnings13.3 Ítarefni
The Global Competitiveness Report 2016 – 2017 -
Skattar og ívilnanir
14.1. Skattar
Á árinu 2017 eru skattar á fyrirtæki eftirfarandi:Tekjuskattur í almennu þrepi (hlutafélög, einkahlutafélög o.fl. 20% Tekjuskattur í efra þrepi (sameignarfélög, dánarbú, þrotabú o.fl.) 36% Tekjuskattur félaga í efra þrepi af fengnum arði frá hlutafélögum 20% Skattur á fjármagnstekjur óskattskyldra lögaðila 20% Tryggingargjald, almennt 6,85% Tryggingargjald vegna sjómanna við fiskveiðar 7,5% Búnaðargjald 1,2% Sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki 0,376% Jöfnunargjald alþjónustu 0,10% Fjársýsluskattur 5,5% Sérstakur fjársýsluskattur 6% Útvarpsgjald kr. 16.800 Hámarks gjaldfærsla á eignasamstæðum kr. 250.000 14.2. Ívilnanir
Íslensk stjórnvöld taka við umsóknum um fjárfestingarsamninga sem fela í sér ívilnanir vegna nýfjárfestinga. Fjárfestingasvið Íslandsstofu sér um að kynna ívilnanir fyrir erlendum fjárfestum í samráði við atvinnuvegna- og nýsköpunarráðuneytið. Unnið er eftir lögum nr. 41/2015 um ívilnanir vegna nýfjárfestinga á Íslandi.14.3. Ítarefni
Lög um fjárfestingar
Álagningarseðill og forsendur 2017
Invest in Iceland