Logi Gunnarsson - Heklan

Starfsmenn

Logi Gunnarsson

Verkefnastjóri Uppbyggingarsjóður Suðurnesja

Logi Gunnarsson er verkefnastjóri Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja og sinnir ráðgjöf. Hann er viðskiptafræðingur að mennt og hefur reynslu af störfum í verkefnastjórnun. Hann starfaði sem slíkur hjá viðskiptadeild Isavia áður en hann kom til starfa hjá Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum, en starfsferill hans hófst í vinnuskólanum í Njarðvík þegar hann var 14 ára gamall. Logi hefur verið einn af betri körfuboltamönnum landsins og spilar með Njarðvík. Hann spilaði erlendis sem atvinnumaður í yfir áratug, í Þýsklandi, Frakklandi, Spáni, Finnlandi og í Svíþjóð. Hann lék með íslenska landsliðinu í 18 ár. Logi er með boltann þegar kemur að verkefnum sem tengjast Sóknaráætlun Suðurnesja og verkefnum um uppbyggingu svæðisins. Færri vita að Logi er einn af þeim fáum leikmönnum í íslenskum íþróttum sem hefur spilað í efstu deild í fjórum áratugum en hann spilaði sitt fyrsta tímabil með meistaraflokki Njarðvíkur 1997.

Panta viðtal


    Til baka

    Panta viðtal