Markmið hraðalsins er að efla frumkvöðlastarf innan ferðaþjónustugreinarinnar sjálfrar sem og að ýta undir atvinnu- og verðmætasköpun á Íslandi.
Einnig er honum ætlað að miðla þeirri þekkingu sem orðið hefur til á undanförnum árum og áratugum og efna til umræðu um þær áskoranir og tækifæri sem bíða frumkvöðla innan iðnaðarins.
Sprotahraðallinn mun veita tíu fyrirtækjum ráðgjöf, aðstoð, og fræðslu frá ýmsum sérfræðingum, fjárfestum og reyndum frumkvöðlum.
Hraðallinn er samstarfsverkefni Klak Innovit ásamt Íslandsbanka, Isavia, Vodafone, Bláa Lónsins og Íslenska ferðaklasans.
Nánar