
Atvinnuþróun
Heklan vinnur að hagsmunamálum íbúa á Suðurnesjum og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun: samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Suðurnesjum.
Heklunni er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Suðurnesjummeð það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri og efla Suðurnes sem eftirsóttan valkost til búsetu.