Atvinnuþróun - Heklan
#

Atvinnuþróun

Heklan vinnur að hagsmunamálum íbúa á Suðurnesjum og veitir samræmda og þverfaglega þjónustu tengda atvinnulífi, menntun og menningu. Stofnunin er í forsvari fyrir þróun: samfélags, atvinnulífs, háskólanáms, símenntunar, rannsókna og menningarstarfs á Suðurnesjum.

Heklunni er ætlað að vera leiðandi afl í uppbyggingu atvinnu og þróunar á Suðurnesjummeð það að markmiði að fjölga atvinnutækifærum, efla hagvöxt, auka fjölbreytileika þeirra starfa sem í boði eru, skapa hagstæð skilyrði fyrir ný verkefni og tækifæri og efla Suðurnes sem eftirsóttan valkost til búsetu.

  • Rannsóknir og greining

    Heklan hefur frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem byggja á sérstöðu svæðisins. Við leggjum áherslu á  svæðisbundnar rannsóknir sem styðja við og eru innlegg í stefnumótun og byggðaþróun á Suðurnesjum.

    Nánar

  • Stefnumótun

    Heklan vinnur að og styður við stefnumótun fyrir Suðurnes í samstarfi við sveitarfélög og ríki. Má þar nefna Byggðaáætlun, Sóknaráætlun landshluta og Svæðisáætlun Suðurnesja.

    Nánar