Rannsóknir og greining - Heklan
#

Rannsóknir og greining

Heklan hefur frumkvæði að rannsóknar- og þróunarverkefnum sem byggja á sérstöðu svæðisins. Við leggjum áherslu á  svæðisbundnar rannsóknir sem styðja við og eru innlegg í stefnumótun og byggðaþróun á Suðurnesjum.

 

 • Íbúakönnun á Suðurnesjum

  Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi (SSV) hafa frá árinu 2004 gert íbúakönnun á þriggja ára fresti til að kanna viðhorf íbúa Vesturlands og sjá hvort áherslur þeirra hafi breyst borið saman við fyrri kannanir.

  Haustið 2016 var sambærileg könnun og lögð er fyrir íbúa á Vesturlandi, lögð fyrir íbúa á Suðurnesjum og Norðurlandi vestra á vegum Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja og Samtaka sveitarfélaga á Norðurlandi vestra.

  Könnuð voru viðhorf íbúa á Suðurnesjum til ýmissa málaflokka sem snerta nærumhverfi þeirra. Könnunin er einnig ætluð sem innlegg í rannsóknir á búferlaflutningum og vinnumarkaði á Suðurnesjum.

  Í skýrslunni er gerð grein fyrir helstu niðurstöðum. Áfram verður unnið úr gögnum könnunarinnar ánæstu þremur árum en niðurstöðurnar verður hægt að nýta til stefnumótunar og áætlanagerðar.

  Íbúakönnun á Reykjanesi 2018

  Íbúakönnun á Reykjanesi 2016

 • Innviðagreining

  Tölvuverð fjölgun íbúa á Suðurnesjum undanfarin ár eykur nauðsyn þess að innviðir á Suðurnesjum verði kortlagðir.  Einnig verður greiningin unnin út frá áætlaðri þörf atvinnulífs á svæðinu.

  Innviðagreining miðar að því að skoða verkefni sveitarfélaganna samfara þessari aukningu og hvernig þau geta tekist á við þau, bæði sem einstök sveitarfélög eða sameinuð.

  Innviðagreining Suðurnes 2017

   

 • Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll

  Kannaðir voru möguleikar á innanlandsflugi og samfélagsleg áhrif innanlandsflugs um Keflavíkurflugvöll.
  Skoðaðir voru þeir möguleikar að fljúga með ferðahópa til og frá Keflavíkurflugvelli óháð framtíðarstaðsetnigu miðstöðvar innanlandsflugs og hvaða áhrif það hefði á Keflavíkurflugvöll ef innanlandsflug yrði lagt af á Reykjavíkurflugvelli.

  Stuðst var við þau gögn sem áður hafa verið gefin út um mögulegt brotthvarf Reykjavíkurflugvallar og hugsanlegan flutning miðstöðvar innanlandsflugs til Keflavíkur. Einnig var rætt formlega og óformlega við ýmsa hlutaðeigandi aðila.

  Innanlandsflug um Keflavíkurflugvöll – möguleikar og samfélagsleg áhrif

 • Nýsköpun á Suðurnesjum

  Úttekt á umhverfi nýsköpunar og sprotafyrirtækja á Suðurnesjum.
  Skýrsla unnin af Northstack fyrir Hekluna.