
Markaðssetning
Markaðsstofa Reykjaness vinnur að sameiginlegri kynningu og markaðssetningu Reykjaness sem spennandi áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta gerum við fyrst og fremst með útgáfu kynningarefnis og í gegnum síðurnar visitreykjanes.is og reykjanes.is.
Við eigum í góðu samstarfi við opinbera aðila í ferðaþjónustunni, s.s. Ferðamálastofu og Íslandsstofu, og tengjum ólíka innlenda aðila í ferðaþjónustu saman, auk þess að tengja þá við erlenda ferðaþjónustuaðila.
Verkefnastjóri er Þuríður Aradóttir Braun