Markaðssetning - Heklan
#

Markaðssetning

Markaðsstofa Reykjaness vinnur að sameiginlegri kynningu og markaðssetningu Reykjaness sem spennandi áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta gerum við fyrst og fremst með útgáfu kynningarefnis og í gegnum síðurnar visitreykjanes.is og reykjanes.is.

Við eigum í góðu samstarfi við opinbera aðila í ferðaþjónustunni, s.s. Ferðamálastofu og Íslandsstofu, og tengjum ólíka innlenda aðila í ferðaþjónustu saman, auk þess að tengja þá við erlenda ferðaþjónustuaðila.

Verkefnastjóri er Þuríður Aradóttir Braun

 

  • Vertu með

    Allir ferðaþjónustuaðilar sem skrá sig hjá Ferðamálastofu eru grunnskráðir á vefsíðum markaðsstofunnar og í upplýsingabæklingi sem hún gefur út á hverju ári.

    Með skráningu í markaðsstofuna fá samstarfsaðilar hins vegar aukið vægi í markaðsefni hennar.
    Þeir birtast með myndum og ítarefni í leitarniðurstöðum á vefsíðunum og fá aukið pláss í upplýsingabæklingnum, m.a. upplýsingareit með þjónustutáknum og nánari upplýsingum. Einnig fá þeir 30% afslátt af auglýsingum og sérkynningum í bæklingnum.

    Það felst styrkur í fjöldanum og á það við í ferðaþjónustu líkt og í öðrum geirum. Það er ekki aðeins einstökum aðilum í hag að vera með, heldur hagnast allir ferðaþjónustuaðilar á því að sem flestir taki þátt. Því fleiri sem taka þátt, því öflugri getur öll kynning á svæðinu verið.

    Kynning á hlutverki og starfsemi Markaðsstofu Reykjaness

  • Að gerast aðili

    Eins og fram hefur komið er ávinningur af aðild að Markaðsstofu Reykjaness umtalsverður. Ef þú ert ekki þegar samstarfsaðili þá bjóðum við þig innilega velkominn til samstarfs.

    Skrá þátttöku

    Einnig er hægt að hafa samband við okkur í síma 420 3294 eða með tölvupósti á [email protected]

    Við stillum aðildargjaldi í hóf vegna þess að við viljum fá sem flesta að samstarfinu. Gjaldið er því aðeins 40.000 kr. á ári. Öll fyrirtæki á svæðinu og fyrirtæki utan þess sem veita þjónustu inni á svæðinu, með leyfi frá Ferðamálastofu til rekstrar í atvinnugreininni, geta orðið samstarfsfyrirtæki.