Markaðsstofa Reykjaness - Heklan
#

Markaðsstofa Reykjaness

Markaðsstofa Reykjaness MR er samstarfsvettvangur Reykjanesskagans í markaðssetningu á ferðaþjónustu svæðisins. 
Helsta hlutverk hennar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

visitreykjanes.is

  • Starfsmenn

    Forstöðumaður Markaðsstofu Reykjaness er Þuríður Halldóra Aradóttir Braun.

    Verkefnastjóri miðlunar og markaðssetningar er Eyþór Sæmundsson.

     

     

  • Hlutverk

    • Að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi.
    • Að vinna með ferðaþjónustunni og sveitarfélögum á svæðinu.
    • Að vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út.
    • Að aðstoða hagsmunaaðila við að taka saman, samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins og vera ráðgefandi við markaðssetningu.
    • Að taka saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu.
    • Að stuðla að nýsköpun í ferðaþjónustu á svæðinu, veita aðstoð og ráðgjöf.
    • Að stuðla að námskeiðum og vinnustofum um markaðsmál og nýsköpun fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu og starfsmenn þeirra.
    • Að markaðssetja og kynna Reykjanes á vefnum og í samfélagsmiðlum, með útgáfu og þátttöku í vinnustofum, sýningum og markaðsverkefnum innanlands og erlendis.
    • Að taka þátt í verkefnum sem snúa að þróun ferðamála á Reykjanesi.