Áhersluverkefni - Heklan
#

Áhersluverkefni

 • Uppbyggingarsjóður Suðurnesja

  Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.

  Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum árlega og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja 2015 – 2019 og reglum sjóðsins.

  Stjórn Uppbyggingarsjóðs

  • Ragnar Guðmundsson formaður
  • Fríða Stefánsdóttir
  • Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
  • Brynja Kristjánsdóttir
  • Jón Emil Halldórsson
  • Jóngeir Hlinason
  • Davíð Páll Viðarsson

   Sjá nánar

 • Við höfum góða sögu að segja

  Ímynd Reykjaness hefur of lengi verið neikvæð. Þaðan hafa t.a.m. reglulega borist fréttir um mikið atvinnuleysi og sú skoðun að þar sé ekki fallegt er of útbreidd. Samkvæmt rannsóknum er mælanlegur munur á viðhorfi til svæðisins borið saman við aðra landshluta. Hið athyglisverða er þó að á bak við það viðhorf leynist oftar en ekki fordómar eða einfaldlega rangar upplýsingar.

  Markaðsátakið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja,hefur það markmið að leiðrétta þennan ímyndarhalla. Reykjanesið er auðugt af stórmerkum jarðfræðilegum náttúrufyrirbærum, þar er víða ægifagurt og atvinnuleysi er nánast hverfandi. Vöxtur fyrirtækja hefur verið ógnarhraður og þangað vantar fólk til starfa. Markmið herferðarinnar er að sýna fram á kosti Reykjaness sem atvinnu- og búsetusvæðis og um leið stappa stálinu í núverandi íbúa og auka stolt þeirra og ánægja af sinni heimabyggð.

  Auglýsingar herferðarinnar byggja að miklu leiti á vitnisburði íbúa Reykjaness. Í gegnum þeirra líf fáum við innsýn í kraftmikið og spennandi samfélag þar sem er gott og búa og starfa.

  Verkefnið er unnið í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja og er markaðsherferðin unnin af HN samskiptum. Verkefnastjóri er Dagný Gísladóttir.

  Hefur þú góða sögu að segja? Hafðu þá samband á [email protected]

 • Starfsgreinakynning grunnskóla

  Heklan stendur fyrir árlegri starfsgreinakynningu fyrir nemendur í grunnskólum sem styrkt er af Sóknaráætlun Suðurnesja.

  Markmið kynningarinnar er að efla starfsfræðslu og menntun grunnskólanemenda og minnka þannig brottfall úr námi. Hún er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.

  1625738_707282139306401_516952594_n

  Kynningunni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna, meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla er lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu.

  Á kynninguna koma þó einnig nemendahópar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.

  Kynningin hefur tekist vel síðustu ár og skipuleggjendur hennar hafa fundið fyrir ánægju meðal skólanna sem taka þátt og þeirra sem taka að sér að kynna störf sín. Sérstaklega ber að þakka þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem tekið hafa þátt í kynningunni en sömu aðilar hafa gert það ár eftir ár, jafnvel þó að þetta sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Án þessarar miklu velvildar atvinnulífsins á svæðinu væri ómögulegt að halda kynningu sem þessa.

  Ef þú vilt koma ábendingu til skila varðandi þær starfsgreinar sem kynntar eru eða vilt taka þátt hafðu þá samband.