
Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi
Samstarf Heklunnar og Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi er með þeim hætti að Heklan skipaði aðila í stjórn SAR. Fulltrúi Heklunnar er í framkvæmdanefnd SAR ásamt framkvæmdastjóra SAR og fulltrúa Ísavía.
Helstu verkefni hópsins hafa verið þróun á samstarfi fyrirtækja á Reykjanesi, tenging atvinnulífsins innávið og útávið með það að markmiði að efla atvinnu og minnka atvinnuleysi á Reykjanesi. Þróað hefur verið samstarf fulltrúa stærstu fyrirtækja á Reykjanesi og hittast þeir fulltrúa á hádegisverðarfundi á tveggja mánaða fresti.