Fréttir

 • Rannís kynnir tækniþróunarsjóð

  30.8.2016

  Starfsmenn Rannís kynna nýja styrktarflokka og umsóknarferli Tækniþróunarsjóðs í Eldey frumkvöðlasetri á morgun kl. 12 - 13:00.Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og því tilvalið fyrir þá sem hyggjast sækja um að kynna sér reglur og umsóknarferli....

 • Samráðsfundur um byggðaáætlun 2017-2023

  26.8.2016

  Byggðastofnun heldur kynningarfund um Byggðaáætlun 2017-2023 fimmtudaginn 6.október, kl. 17:30. Stofnunin leggur mikla áherslu á samráð um tillögugerðina við landshlutasamtök sveitarfélaga, samráðsvettvang þeirra sem og sveitarstjórnarmenn á viðkomandi...

Panta viðtal

Þarftu ráðgjöf eða ertu að leita að fjármagni fyrir nýja viðskiptahugmynd?

Hafðu samband við okkur og pantaðu viðtal hjá ráðgjöfum Heklunnar.

Panta viðtal

Myndagallerí

  Suðurnesin

  Íbúar á Suðurnesjum eru um 20 þúsund talsins í fimm bæjarfélögum; Reykjanesbæ, Garði, Sandgerði, Grindavík og Höfnum.
  Svæðið nær frá Vatnsleysuströnd, að Garðskaga og alla leið til Krísuvíkur.

  visitreykjanes.is

  Í Eldey er eitt stærsta og glæsilegasta frumkvöðlasetur landsins, sem þjónar frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum, auk starfandi fyrirtækja sem vilja efla sig með nýsköpun og vöruþróun. Miklar endurbætur hafa hafa verið gerðar á húsnæðinu í Eldey til að tryggja að frumkvöðlasetrið bjóði bestu mögulega aðstöðu fyrir frumkvöðla til að stíga sín fyrstu skref, þróa viðskiptahugmyndir sínar og koma sprotafyrirtækjum á legg.

  Húsnæðið er í heild 3.300 fermetrar og skiptist það í kennslu- og fyrirlestrarrými, fundaraðstöðu, og skrifstofu- og smiðjuaðstöðu fyrir frumkvöðlafyrirtæki.

  Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja var formlega sett á laggirnar 27. apríl 2011 og leggja iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun því til 20 mkr. á ári. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum aflar mótframlaga og sér að öðru leyti um fjármögnun starfseminnar eins og tíðkast í atvinnuþróunarfélögum annarra landshluta.