Hvað þarf ég að hafa í huga við markaðssetningu?
Markaðssetning snýst um að skilja þarfir viðskiptavina, greina markað og samkeppni og setja sér skýr markmið. Vel unnin markaðsáætlun, byggð á upplýsingum um markaðinn og hegðun viðskiptavina, eykur líkur á árangri. Mikilvægt er að samræma markaðs- og söluaðgerðir og nýta bæði hefðbundna miðla og netmiðla.
Hverjar eru aðstæður á markaði fyrir þessa vöru/þjónustu í dag? Stærð markaðar (fjöldi viðskiptavina, umfang sölu) og einkenni markaðar (t.d. sveiflast eftirspurn eftir árstíðum). Hver er líkleg þróun á markaðnum, er hann í vexti, hafa átt sér stað einhverjar breytingar nýverið, t.d. varðandi kauphegðun/vöruþróun/nýjungar.
Skoðaðu stærð heildarmarkaðarins fyrir vöru þína eða þjónustu og reiknaðu síðan hversu mikla hlutdeild þú getur öðlast til að geta reiknað út umfang sölu. Taka þarf inn í reikninginn vöxt og þróun markaðarins hér. Einnig skal skoða hvar þú hefur í huga að selja vöruna, þ.e. reikna út hversu stórt markaðssvæðið er. Þannig áttar þú þig betur á hvort stærð þess er í samræmi við þín markmið. Svo skal ekki gleyma samkepninni. Er markaðurinn það mettaður að reiknað markaðsshlutfall nær ekki að vera í samræmi við söluáætlun?
Eftirspurn eftir vörum er breytileg eftir árstíðum, landssvæði, löndum, samkeppni, borgum, lögum, reglum osfrv. Til dæmis selja skíðasvæðin mest yfir vetramánuði en gistiheimilin yfir sumarmánuði.
Markaðir eru síbreytilegir. Þeir vaxa, þeir minnka og þeir breytast. Nauðsynlegt er að skoða hvort markaður sem þú hyggst herja á hafi vaxið eða minnkað á milli ára og þá skoða ástæður á bak við þær breytingar. Fólk breytir notkun á vörum og þjónustu eftir straumi og tískufyrirbrigðum en einnig má búast við breytingum á markhópi vara eða þjónustu byggt á lýðfræðilegum upplýsingum sem og aldri, kyni, tekjum, menntun, starfi osfrv. Einnig byggt á persónueinkennum eins og löngunum, venjum, gildum, viðhorfum, lífstíl, hegðun, skoðunum osfrv. (sjá business in a box marketing plan)
Straumar og áhrif tískufyrirbrigða og áhrifavalda á strauma sem eru ráðandi á hverjum tíma geta haft afgerandi áhrif á lítil fyrirtæki. Í upplýstu þjóðfélagi er enn mikilvægara að vera á tánum og halda í við þær snöggu breytingar sem verða í samfélögum og heiminum.
Straumar og áhrif tískufyrirbrigða og áhrifavalda á strauma sem eru ráðandi á hverjum tíma geta haft afgerandi áhrif á lítil fyrirtæki. Í upplýstu þjóðfélagi er enn mikilvægara að vera á tánum og halda í við þær snöggu breytingar sem verða í samfélögum og heiminum.
Skoða þarf hvort einhverjir þættir í efnahags- eða stjórnsýsluumhverfinu séu líklegir til að hafa áhrif á markaðinn í náinni framtíð. Ein af aðferðum við þessa skoðun er SVÓT greining. Með SVÓT greiningu eru (S) styrkleikar og (V) veikleikar fyrirtækisins skoðaðir en einnig hvaða (Ó) ógnanir gætu mögulega haft áhrif á fyrirtækið og hvaða (T) tækifæri gætu leynst á markaði. Einnig er notast við PESTEL sem skoðar enn betur ytri þætti umhverfis svo sem pólitíska, efnahagslega, tæknilega, umhverfislega og lögfræðilega.
Hvernig rekstrarform hentar mér?
…
Hvernig fjármagna ég hugmyndina mína?
…
Þarf ég að vera með viðskiptaáætlun?
…

