Fjármögnun og styrkir
Stuðningur við frumkvöðla og fyrirtæki er fjölbreyttur og á hendi margra aðila. Hér má sjá yfirlit yfir helstu sjóði stoðkerfisins. Athugið að þessi listi er ekki tæmandi en getur gefið vísbendingar um hvar hægt er að leita aðstoðar. Ábendingar um aðila sem þú telur að ættu að vera á listanum eru vel þegnar og má senda á heklan@heklan.is
Hægt er að fá ráðgjöf við gerð styrkumsókna og er þá pantað viðtal hér.
Á skapa.is má sjá upplýsingar um styrki, fjármögnun og annan stuðning.
Yfirlit yfir helstu sjóði stoðkerfisins
Uppbyggingarsjóður
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum árlega.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum árlega.
Lóa nýsköpunarstyrkir fyrir landsbyggðina
Markmið Lóu er að auka við nýsköpun á landsbyggðinni.
Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins til árs í senn. Hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20 milljóna króna styrk.
Styrkjunum er úthlutað til nýsköpunarverkefna utan höfuðborgarsvæðisins til árs í senn. Hvert verkefni getur hlotið að hámarki 20 milljóna króna styrk.
Matvælasjóður
Matvælasjóður styrkir þróun og nýsköpun í framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaði og sjávarafurðum. Lögð er áhersla á sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni. Einnig er heimilt að styðja vöruþróun og markaðssókn erlendis. Sjóðurinn styrkir verkefni og rannsóknir í samræmi við heimsmarkmið SÞ.
Styrkir til atvinnumála kvenna
Styrkjum til atvinnumála kvenna er úthlutað einu sinni á ári en þeir eru ætlaðir konum sem eru að vinna að viðskiptahugmynd eða þróa verkefni. Markmiði er að auka aðgengi frumkvöðlakvenna að fjármagni.
Rannís
Hlutverk RANNÍS er m.a. að styrkja stoðir íslenskrar menningar og atvinnulífs með því að stuðla að markvissu vísindastarfi, tækniþróun og nýsköpun. Í vörslu RANNÍS eru m.a.:
Tækniþróunarsjóður
Stuðlar að því að bæta samkeppnisstöðu atvinnulífsins með því að styðja þróunarstarf og rannsóknir á sviði tækniþróunar og nýsköpunar. Sjóðurinn auglýsir umsóknarfresti um framlög og umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki, rannsóknarstofnanir og háskólar.
Rannsóknasjóður
Úthlutanir úr Rannsóknasjóði fara að mestum hluta til að greiða laun og langstærstur hluti þeirra sem þiggja laun úr verkefnum sem styrkt eru af Rannsóknasjóði eru nemendur í doktors- eða meistaranámi.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi við háskóla til sumarvinnu við metnaðarfull og krefjandi rannsóknarverkefni.
Innviðasjóður
Hlutverk Innviðasjóðs er að byggja upp rannsóknarinnviði á Íslandi. Innviðasjóður veitir styrki til kaupa á tækjum, gagnagrunnum og hugbúnaði og öðrum þeim búnaði sem telst mikilvægur fyrir framfarir í rannsóknum.
Skattfrádráttur rannsóknar- og þróunarverkefna
Markmiðið er að efla rannsóknir og þróunarstarf og bæta samkeppnisskilyrði nýsköpunarfyrirtækja með því að veita þeim rétt til skattfrádráttar vegna kostnaðar við nýsköpunarverkefni.
Frádráttur frá tekjum erlendra sérfræðinga
Markmiðið er að laða að erlenda sérfræðinga sem búa yfir nauðsynlegri þekkingu og hæfni til starfa hér á landi og með því að gera fyrirtækjum auðveldara fyrir að fá til sín slíka aðila svo að ekki þurfi að fara með viðkomandi starfsemi úr landi.
Barnamenningarsjóður
Meginhlutverk sjóðsins er að styrkja verkefni á sviði barnamenningar. Til barnamenningar teljast verkefni á sviði lista og menningar sem unnin eru fyrir börn og/eða með virkri þátttöku barna.
Bókmenntasjóður
Hlutverk Bókmenntasjóðs er að efla íslenskar bókmenntir og bókaútgáfu. Bókmenntasjóður styrkir meðal annars útgáfu frumsaminna verka og þýðingar bókmennta á íslensku, en stuðlar einnig að markvissri kynningu íslenskra bókmennta heima og erlendis og sinnir öðrum verkefnum sem falla undir verksvið sjóðsins.
Fornleifasjóður
Hlutverk fornleifasjóðs er að stuðla að varðveislu og rannsóknum á fornleifum og forngripum. Sjóðurinn starfar skv. úthlutunarreglum nr. 73/2004 og eru þessar úthlutunarreglur settar skv. heimild í 24. gr. þjóðminjalaga nr. 107/2001.
Kvikmyndasjóður
Kvikmyndasjóður starfar á vegum Kvikmyndamiðstöðvar Íslands samkvæmt kvikmyndalögum nr. 137/2001 og reglugerð um Kvikmyndasjóð nr. 229/2003 ásamt reglugerð um breytingu á reglugerð nr. 1066/2004. Hlutverk Kvikmyndasjóðs er að efla íslenska kvikmyndagerð með fjárhagslegum stuðningi. Kvikmynd, sem styrkt er af Kvikmyndamiðstöð Íslands, skal hafa íslenska menningarlega skírskotun nema sérstök menningarleg rök leiði til annars.
Listamannalaun
Hlutverk launasjóðs hönnuða, launasjóðs myndlistarmanna, launasjóðs
rithöfunda, launasjóðs sviðslistafólks, launasjóðs tónlistarflytjenda og launasjóðs tónskálda er að veita listamönnum starfslaun og styrki samkvæmt lögum um listamannalaun. Sérstakar nefndir annast úthlutun starfslauna úr sjóðunum og eru þær skipaðar samkvæmt tillögum fagfélaga ofangreindra sjóða.
rithöfunda, launasjóðs sviðslistafólks, launasjóðs tónlistarflytjenda og launasjóðs tónskálda er að veita listamönnum starfslaun og styrki samkvæmt lögum um listamannalaun. Sérstakar nefndir annast úthlutun starfslauna úr sjóðunum og eru þær skipaðar samkvæmt tillögum fagfélaga ofangreindra sjóða.
Listasjóður Dungal
Sjóðnum er einkum ætlað að styrkja unga myndlistamenn sem eru að feta sín fyrstu skref á myndlistarbrautinni og einnig að eignast verk eftir þá.
Menningarsjóður Íslands og Finnlands. Ferða- og framkvæmdastyrkur
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands og Íslands. Í því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir eru öðru fremur veittir einstaklingum. Stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Hægt er að sækja um til ýmissa verkefna er stuðla að því markmiði, t.d. tónleikaferðalaga, samstarfsverkefna tónlistarfólks eða útgáfu.
Reykjavík Loftbrú – ferðastyrkur fyrir tónlistarfólk
Tilgangur sjóðsins er að styðja framsækir íslenskt tónlistarfólk til að hasla sér völl á erlendri grund og kynna í leðinni Reykjavík sem nútímalega menningarborg. Stuðningur er í formi farmiða sem bókaður eru um leið og úthlutað er.
Reykjavíkurborg menningar-og ferðamálasvið
Reykjavíkurborg veitir ár hvert félagasamtökum, fyrirtækjum og
einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki
sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.
einstaklingum styrki til starfsemi og þjónustu sem fellur að hlutverki
sveitarfélagsins eða telst á annan hátt í samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun borgaryfirvalda.
Safnasjóður
Hlutverk sjóðsins er að styrkja starfsemi safna skv. safnalögum nr. 106/2011. Öll söfn sem undir lög þessi falla geta sótt um verkefnastyrki til safnasjóðs.
Tónlistarsjóður
Hlutverk tónlistarsjóðs er að efla íslenska tónlist og stuðla að kynningu á íslenskum tónlistarmönnum og tónsköpun þeirra. skv. lögum nr. 76/2004. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, tónlistardeild og markaðs- og kynningardeild. Tónlistardeild veitir styrki til almennrar tónlistarstarfsemi, svo sem tónlistarflutnings, tónlistarhópa, tónlistarhátíða, rannsókna og skráningu á tónlist, varðveislu tónlistar og annarrar tónlistarstarfsemi. Markaðs- og kynningardeild veitir m.a. styrki til markaðssetningar og kynningarverkefna í tengslum við íslenska tónlist og tónlistarmenn og til annarra verkefna sem miða að kynningu á íslenskri tónlist og tónlistarmönnum innan lands og erlendis.
Útflutingssjóður Íslenskrar tónlistar – ÚTON
Hlutverk útflutningssjóðs íslenskrar tónlistar er að styrkja íslenskt tónlistarfólk við að koma tónlist sinni til stærri áheyrendahóps, á stærri markaði og auka möguleika þess á velgengni utan Íslands. Með sjóðnum verður til aukin fjárhagsaðstoð til tónlistarfólks á tónleikaferðalögum, aukin aðstoð til tónlistarfólks við þróun verkefna, aukin tækifæri til
að komast á erlendar tónlistarhátíðir og auknir möguleikar skapast á
tengslamyndun.
að komast á erlendar tónlistarhátíðir og auknir möguleikar skapast á
tengslamyndun.
Ýlir Tónlistarsjóður
Tónlistarsjóður Hörpu fyrir ungt fólk sem ætlaður er til þess að veita ungu og efnilegu tónlistarfólki tækifæri á að koma fram í hinu nýja tónlistarhúsi, Hörpunni um ókomin ár. Umsækjendur geta verið einstaklingar, hljómsveitir, hópar eða félagasamtök.
Hönnunarsjóður
Hönnunarsjóður veitir styrki til margvíslegra verkefna á sviði hönnunar og arkitektúrs: þróunar og rannsókna, verkefna og markaðsstarfs auk ferðastyrkja.
Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.
Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.
Hlutverk Hönnunarsjóðs er að efla þekkingu, atvinnu- og verðmætasköpun á sviði hönnunar og arkitektúrs með fjárhagslegum stuðningi en sjóðurinn er fjármagnaður af stjórnvöldum.
Hönnunarsjóður stuðlar einnig að auknum útflutningi íslenskrar hönnunar með því að styrkja kynningar- og markaðsstarf erlendis.
Þróunarsjóður námsgagna
Hlutverk sjóðsins er að stuðla að nýsköpun, þróun, gerð og útgáfu námsgagna fyrir leik-grunn- og framhaldsskóla með það að markmiði að tryggja framboð og fjölbreytileika námsgagna í samræmi við þarfir nemenda og skóla.
Samfélagssjóður Landsbankans
Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Veittir verða ferns konar styrkir á hverju ári: námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunar- og sprotastyrkir og umhverfisstyrkir.
Samfélagssjóður Valitor
Hlutverk sjóðsins er að styðja margvísleg menningar-, líknar- og samfélagsmál.
Aurora velgerðarsjóður
Sjóðurinn styður við þróun og menningu. Verkefnum er ætlað að örva samfélög á sjálfbæran máta
AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi
AVS rannsóknasjóður starfar á vegum sjávarútvegsráðuneytisins og veitir styrki til rannsóknaverkefna, sem auka verðmæti sjávarfangs. Styrkir eru veittir til verkefna sem taka á öllum þáttum sjávarútvegs og fiskeldis. Styrkir AVS rannsóknasjóðs eru til hagnýtra rannsókna og ætlaðir einstaklingum, fyrirtækjum, rannsókna-, þróunar- og háskólastofnunum.
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða
Hlutverk sjóðsins er að veita styrki til uppbyggingar, viðhalds og verndunar ferðamannastaða sem eru í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila um land allt og til aðgerða sem stuðla að öryggi ferðamanna og verndun náttúru landsins.
Framleiðnisjóður landbúnað
Kallað er eftir umsóknum frá bændum, samvinnuhópum bænda og aðilum innan rannsókna- og þróunargeirans.
Við ákvarðanatöku um úthlutanir til verkefna, sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í sveitum, njóta forgangs þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni.
Við ákvarðanatöku um úthlutanir til verkefna, sem hafa það að markmiði að stuðla að fjölgun atvinnutækifæra í sveitum, njóta forgangs þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni.
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka
Frumkvöðlasjóður Íslandsbanka styrkir frumkvöðlaverkefni sem leggja áherslu á endurnýjanlega orku og sjálfbæran sjávarútveg. Markmið sjóðsins er að hvetja til nýsköpunar og þróunar á ofangreindum sviðum. Sjóðurinn styrkir rannsóknir á sviði sjálfbærrar nýtingar orku og sjálfbærrar þróunar í sjávarútvegi og styðst við sérfræðiþekkingu starfsfólks Íslandsbanka við val á verkefnum.
Háskóli Íslands – sjóðir og styrkir
Nemendum, kennurum og starfsfólki Háskóla Íslands standa til boða styrkir úr sjóðum sem starfræktir eru við Háskólann. Annars vegar er um að ræða sjóði sem veita styrki til rannsókna, einkum til doktorsnema og fræðimanna við skólann. Hins vegar eru Styrktarsjóðir Háskóla Íslands en þar er að finna ríflega sextíu sjóði og gjafir sem ánafnaðar hafa verið Háskólanum frá stofnun hans. Flestir sjóðanna starfa samkvæmt staðfestri skipulagsskrá, sem ætlar þeim að úthluta styrkjum og viðurkenningum til ýmissa verkefna nemenda, kennara og vísindamanna.
Karolina fund
Íslands hópfjármögnunarsíða.
Karolina fund
Íslands hópfjármögnunarsíða.
Loftslagssjóður
Loftslagssjóður er sérstakur sjóður sem heyrir undir umhverfis- og auðlindaráðherra. Hlutverk sjóðsins er að styðja við nýsköpunarverkefni á sviði loftslagsmála og verkefni sem lúta að kynningu og fræðslu um áhrif loftslagsbreytinga.
Nýsköpunarstyrkir Landsbankans
Markmið nýsköpunarstyrkja Landsbankans er gefa frumkvöðlum tækifæri til að þróa nýja viðskiptahugmynd, eldri viðskiptahugmynd á nýju markaðssvæði eða nýja vöru eða þjónustu. Nýsköpunarstyrkjum er jafnframt ætlað að styðja við frumkvöðla til kaupa á efni, tækjum eða sérfræðiþjónustu vegna nýsköpunar eða sækja námskeið sem sannanlega byggir upp færni sem nýtist við þróun viðskiptahugmyndar.
Nýsköpunarsjóður námsmanna
Markmið sjóðsins er að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum tækifæri til að ráða námsmenn í háskólanámi til að vinna á sumarmisseri að rannsóknar- og þróunarverkefnum. Einstaklingar, stofnanir og fyrirtæki geta sótt um styrki.
Orkusjóður
Orkusjóður er eign ríkisins og ber það ábyrgð á skuldbindingum hans. Yfirumsjón með sjóðnum er í höndum iðnaðarráðherra. Orkustofnun annast daglega umsýslu Orkusjóðs.
Orkurannsóknasjóður Landsvirkjunar
Starfsorka
Þar býðst nýsköpunarfyrirtækjum að ráða til sín fólk af atvinnuleysisskrá og fer það á launaskrá hjá fyrirtækinu. Markmið verkefnisins er að styðja við nýsköpun og þróun í fyrirtækjum, að koma á tengslum milli atvinnuleitenda og fyrirtækja, að styðja við frumkvöðla með hugmyndir um nýsköpun og/eða þróun og að styðja við atvinnuleitendur og auðvelda þeim leit að störfum.
Þróun eigin viðskiptahugmyndar
Vinnumálastofnun býður upp á ýmis úrræði fyrir fólk sem hefur hug á því að skapa sér eigið starf en þar geta atvinnulausir unnið að eigin verkefni í þrjá til sex mánuði. Markmið verkefnisins er að aðstoða atvinnuleitendur við að þróa viðskiptahugmynd sína með það markmið að þeir geti skapað sér eigið starf.
Jafnréttissjóður
Tilgangur sjóðsins er að fjármagna eða styrkja verkefni og rannsóknir sem miða að því að efla jafnrétti kynjanna í íslensku samfélagi og á alþjóðavísu.
Pokasjóður Íslands
Pokasjóður úthlutar styrkjum til verkefna sem heyra undir almannaheill. Má þar nefna verkefni eins og umhverfismál, menningarmál, listir, íþróttir og mannúðarmál.
Eurostars
Eurostars eru fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem stunda sjálf rannsóknar- og þróunarstarfsemi (e. R&D performing SMEs), sem eru í alþjóðlegu samstarfi og stefna á markað.
Sóknarstyrkir
Markmið sjóðsins er undirbúningur umsókna í alþjóðlega rannsóknasjóði, einkum Horizon 2020.
Nordplus
Ýmsir sjóðir eru í boði innan Nordplus áætlunarinnar. Fyrir háskólastigið, samstarfsverkefni menntastofnana á ólíkum stigum, leik- grunn- og framhaldsskólastig, tungumál og fullorðinsfræðsla.
Norræni kvikmynda- og sjónvarpssjóðurinn
Norræni menningarsjóðurinn
Norræni þróunarsjóðurinn
Norrænt Atlantshafssamstarf – NORA
Erasmus +
Styrkt eru verkefni af ýmsum toga en einnig er um að ræða samstarfsfleti milli landa og miðlun á þekkingu á sameiginlegum vefsvæðum.
Creative Europe Menning
Markmið sjóðsins er að efla listsköpun í landinu og koma á samstarfi á milli listastofnana og listamanna í Evrópu.
Creative Europe Media
Til þróunar á leiknum kvikmyndum og sjónvarpsefni, skapandi heimildamyndum, teiknimyndum og tölvuleikjum. Dreifing og sala á kvikmyndum og margmiðlunarefni.
Letterstedtska félagið
NPA
Norrænar orkurannsóknir
Norrænar orkurannsóknir (NER) styrkja rannsóknir á sviði orkumála sem varða sameiginleg hagsmunamál norrænna hagsmunaðila og sem gætu leitt til fjölþjóðlegs rannsóknasamstarfs.
Ungmennaáætlun Evrópusambandsins – EUF
Vestnorræna ferðamálaráðið – NATA
Eignahaldsfélag Suðurnesja
Eignarhaldsfélag Suðurnesja (ES) er fjárfestingafélag sem stofnað var í þeim tilgangi að stuðla að uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Félagið er að stærstum hluta í eigu ríkissjóðs, Byggðastofnunar, sveitafélaganna á Suðurnesjum og Festa lífeyrissjóðs.
Byggðastofnun
veitir langtímalán til fjárfestinga, hagræðingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar. Lánastarfsemi Byggðastofnunar er valkostur í fjármögnun sem stuðlar að hagstæðum lánskjörum og lánsframboði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í landsbyggðunum.
Byggðastofnun býður upp á sérstakan lánaflokk til stuðnings atvinnurekstri kvenna á landsbyggðunum og græn lán.
Byggðastofnun býður upp á sérstakan lánaflokk til stuðnings atvinnurekstri kvenna á landsbyggðunum og græn lán.
Svanni
Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og er gerð krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er gerð krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
Frumtak
hefur það að markmiði að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta. Frumtaki er ætlað að fjárfesta í fyrirtækjum sem eru komin af klakstigi og er áskilið að fyrir liggi ítarlegar viðskiptaáætlanir. Frumtaki er heimilt að fjárfesta erlendis að því marki sem nauðsynlegt er vegna útrásar eða markaðssóknar íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði, ekki síst þegar möguleiki er á sameiningu eða samruna við fyrirtæki í eigu Frumtaks.