Um Hekluna

Hvað er Heklan?

Heklan vinnur að samstarfi í byggðamálum með áherslu á búsetuskilyrði, samkeppnishæfni, nýsköpun og atvinnuþróun á Suðurnesjum.
Markmið hennar er að efla og styðja við atvinnulíf og og byggja upp og efla gagnkvæma miðlun þekkingar, reynslu og hæfni á sviði atvinnuráðgjafar, byggðaþróunar og nýsköpunar.

Hvaðan kemur nafnið Heklan?

Nafnið Heklan vísar til heklu þeirrar er Steinunn gamla landnámskona á Suðurnesjum og frændkona Ingólfs Arnarsonar gaf fyrir Rosmhvalanes utan við Hvassahraun. Ingólfur gaf henni landið sem nú er Suðurnes en vildi hún fremur kalla þetta kaup og þar kom heklan til sögunnar. Steinunn gaf síðar frænda sínum Eyvindi hluta af landnámi sínu frá Vogastapa og að Hvassahrauni.

Hver eru verkefni Heklunar?

Verkefni félagsins eru fjölbreytt, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar.
Heklan veitir ráðgjöf til einstaklinga, hópa og fyrirtækja um stofnun, þróun og rekstur fyrirtækja sem og til annarra verkefna sem styðja við atvinnulíf á Suðurnesjum. Heklan sinnir fræðslu og þjálfun fyrir frumkvöðla, framleiðendur og fyrirtæki. Miðlar upplýsingum um stoðkerfið, styrki og fjármögnun og
stendur fyrir stuðnings- og hvataverkefnum á sviði nýsköpunar í samstarfi við hagaðila

Vantar þig ráðgjöf? pantaðu tíma

Við veitum aðstoð við gerð rekstraráætlana, upplýsingar um styrkjamöguleika, leiðbeinum við stofnun fyrirtækja og markaðssetningu, auk þess að veita ráðgjöf við lánsumsóknir hjá Byggðastofnun og til Hviðu, fjárfestingarfélags Suðurnesja.

Lógó Heklunar

Starfsfólk Heklunar