Um Hekluna
Hvað er Heklan?
Heklan, Atvinnuþróunarfélag Suðurnesja var formlega sett á laggirnar 27. apríl 2011 og leggja iðnaðarráðuneytið og Byggðastofnun því til 20 mkr. á ári. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum aflar mótframlaga og sér að öðru leyti um fjármögnun starfseminnar eins og tíðkast í atvinnuþróunarfélögum annarra landshluta.
Hvaðan kemur nafnið Heklan?
Nafnið Heklan vísar til heklu þeirrar er Steinunn gamla landnámskona á Suðurnesjum og frændkona Ingólfs Arnarsonar gaf fyrir Rosmhvalanes utan við Hvassahraun. Ingólfur gaf henni landið sem nú er Suðurnes en vildi hún fremur kalla þetta kaup og þar kom heklan til sögunnar. Steinunn gaf síðar frænda sínum Eyvindi hluta af landnámi sínu frá Vogastapa og að Hvassahrauni.
Hver eru verkefni Heklunar?
Verkefni félagsins eru fjölbreytt, á sviði atvinnu og byggðaþróunar auk verkefna á sviði nýsköpunar.
Skal félagið beita sér fyrir sem nánustu samstarfi allra aðila í stoðkerfinu á Suðurnesjum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Ætlunin er að félagið verði fyrsti viðkomustaður þeirra sem til stoðkerfisins leita og vísi aðilum þangað sem aðstoð er að fá í hverju tilviki.
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Unesco Global Geopark heyra undir starfsemi Heklunnar.
Skal félagið beita sér fyrir sem nánustu samstarfi allra aðila í stoðkerfinu á Suðurnesjum og koma þannig í veg fyrir tvíverknað og árekstra. Ætlunin er að félagið verði fyrsti viðkomustaður þeirra sem til stoðkerfisins leita og vísi aðilum þangað sem aðstoð er að fá í hverju tilviki.
Markaðsstofa Reykjaness og Reykjanes Unesco Global Geopark heyra undir starfsemi Heklunnar.
Vantar þig ráðgjöf? pantaðu tíma
Heklan veitir ráðgjöf á sviði atvinnuþróunar, nýsköpunar og menningarmála fyrir einstaklinga, fyrirtæki og sveitarfélög á Suðurnesjum. Atvinnuráðgjafar aðstoða meðal annars við gerð rekstraráætlana, veita upplýsingar um styrkjamöguleika, leiðbeina við stofnun fyrirtækja og markaðssetningu, auk þess að veita ráðgjöf við lánsumsóknir hjá Byggðastofnun og til Eignarhaldsfélags Suðurnesja.