Uppbyggingarsjóður

Markaðsstofa Reykjaness

Reykjanes UNESCO Global Geopark

Nýsköpun

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

  • Fríða Stefánsdóttir, formaður
  • Guðmundur Grétar Karlsson
  • Guðný Kristjánsdóttir
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
  • Jóhann Friðrik Friðriksson
  • Svavar Grétarsson
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Úthlutanir

Leiðbeiningarmyndband
Kynningarmyndbönd um verkefni sjóðsins

 

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

  • Kjartan Már Kjartansson formaður
  • Fannar Jónasson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Magnús Stefánsson
  • Ásgeir Eiríksson
  • Guðjón Skúlason
  • Marta Jónsdóttir
  • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

  • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
  • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
  • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
  • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
  • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
  • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
  • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

  • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
  • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
  • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
  • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
  • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
  • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
  • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

Fréttir

Markaðsstofa Reykjaness

Oddaflug 18. mars // Níu fyrirlestrar um ferðaþjónustu

Góðan og blessaðan daginn!
 
Með þessu tilskrifelsi langar mig til að bjóða þér á opinn og ókeypis morgunverðarfund Odda um ferðaþjónustu, sem haldinn verður þriðjudaginn 18. mars kl. 9:00 til 11:00.
 
Fundurinn er hluti af fundaröð okkar, sem hefur yfirskriftina ODDAFLUG og er ætlað að ýta undir fróðleiksmiðlun og skoðanaskipti í atvinnulífinu… og jájá, vekja í leiðinni smávegis athygli á Odda.
 
Fundurinn núna á þriðjudaginn verður haldinn að Höfðabakka 7 í Reykjavík. Á dagskránni eru níu snarpir fyrirlestrar (10-15 mín langir) með fjölbreyttum fróðleik úr ýmsum áttum. Þú finnur dagskrána neðst í þessum pósti.
 
Húsið opnar kl. 8:30 þegar að við bjóðum upp á ljúffengan morgunverð að hætti hússins (rúnstykki, ávexti og lútsterkt kaffi). Fyrirlestrar ODDAFLUGSINS hefjast hins vegar stundvíslega kl. 9:00 og eiga að klárast upp úr ellefu.
 
Skráðu þig hérna:
http://www.oddi.is/small-banners-is/oddaflug/306/
 
Þessi póstur er sendur á aðila í ferðaþjónustu og starfsfólk fyrirtækja í þeirri atvinnugrein. Endilega áframsendu póstinn að vild á vinnufélaga innanhúss. Skutlaðu líka pósti á mig ef svona óskammfeilnir boðspóstar fara í taugarnar á þér. Það væri gaman að sjá þig á þriðjudaginn.
 
Kær kveðja,
-Stefán Hrafn
 
*******
 
8:30
Húsið opnar
Gómsætur morgunverður í boði hússins
 
9:00
Jón Ómar Erlingsson
framkvæmdastjóri Odda
Oddi í hnotskurn… býður góðan dag
 
9:10
Ásbjörn Björgvinsson
formaður Ferðamálasamtaka Íslands
Ferðamaðurinn er besti „íbúinn“
 
9:25
Gunnar Thorberg Sigurðsson
stofnandi markaðsráðgjafarfyrirtækisins Kapals
Stefnumótun og árangursrík uppbygging vefsvæða
 
9:40
Unnar Bergþórsson
verkefnisstjóri hjá Pipar/Travel
Markaðsþjónusta fyrir ferðaþjónustuna
 
9:55
Hreggviður St. Magnússon
verkefnastjóri hjá Nordic E-Marketing
Notaðu rétta orðalagið ef þú vilt að Google svari rétt…
 
10:10
Kristján Guðmundsson
verkefnastjóri hjá markaðsstofu Vesturlands
Vetrarferðaþjónusta á Vesturlandi
 
10:25
Sveinn Birkir Björnsson
ritstjóri og verkefnisstjóri hjá Íslandsstofu
Leynistaðir: Lífið er yndislegt, sjáðu
 
10:40
Björn Steinbekk
framkvæmdastjóri Sónar á Íslandi
Þýðing tónlistarhátíða & þróun vörumerkja
 
10:55
Einar Bárðarson
forstöðumaður Höfuðborgarstofu
Ferðaþjónusta í Reykjavík: Þróun, staða & framtíð
 
11:10
Áætluð fundarlok
 
 
 
Skráðu þig hérna:
http://www.oddi.is/small-banners-is/oddaflug/306/
 
 
Stefán Hrafn Hagalín
Markaðsstjóri // Mannauðsstjóri // EÞS M2
hagalin@oddi.is
Beinn 515 5019 // GSM 897 3644