
Nýsköpun og þróun
Markmið Heklunnar er að vinna að þróunar- og nýsköpunarverkefnum fyrir starfssvæðið allt og einstaka hluta þess.
- að vinna að eflingu atvinnulífs á starfssvæði félagsins
- að veita einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum ráðgjöf
- að skapa grundvöll fyrir markvisst samstarf Byggðastofnunar og annarra stofnana iðnaðarráðuneytisins við atvinnulíf og mennta- og menningarstofnanir á Suðurnesjum um atvinnu- og byggðarþróun
- að samþætta áherslur ríkisins og sameiginlegar áherslur á starfssvæði Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja
- að vinna að sameiginlegu atvinnusvæði í þeim anda er fram kemur í svæðisskipulagi Suðurnesja
- að byggja gagnkvæma miðlun þekkingar, reynslu og hæfni á sviði atvinnu- og byggðarþróunar