Ráðgjöf og handleiðsla - Heklan

Ráðgjöf og handleiðsla

Heklan veitir ráðgjöf og handleiðslu til frumkvöðla og sprotafyrirtækja.

Veitt er aðstoð sem miðar að því að hrinda viðskiptahugmynd af stað, þróa eða koma henni í framkvæmd. Má þar nefna gerð viðskiptaáætlunar, fjármögnun og styrkumsóknir auk þess sem vísað er í frekari upplýsingar.

 • Framkvæmd ráðgjafar

  • Upplýsingagjöf varðandi þróun viðskiptahugmynda
  • Leiðbeiningar við gerð viðskiptaáætlana
  • Leiðbeiningar varðandi leit að samstarfsaðilum
  • Leiðsögn við stofnun fyrirtækja
  • Leiðsögn um vernd hugmynda
  • Aðstoð við að koma á sambandi við fjárfesta eða samstarfsaðila
  • Leiðbeiningar og ábendingar varðandi styrkja- og lánsumsóknir
 • Hjálpargögn

  Gerð viðskiptaáætlunar

  Gerð viðskiptaáætlunar er í raun aðferð frumkvöðla til að rannsaka möguleika viðskiptahugmyndar. Út frá þeim upplýsingum, sem fást með rannsókn á möguleikum hugmyndarinnar, eru gerðar áætlanir um sölu, markaðssetningu, framleiðslu og fjármögnun. Þær upplýsingar eru notaðar við að kynna viðskiptatækifærið, t.d. fyrir þeim sem hugsanlega munu fjármagna það.

  Góð viðskiptaáætlun verður því vottorð um að þeir sem hana skrifa hafi unnið heimavinnuna vel og viti í raun hvað þeir ætli sér. Undirbúningsvinnan skilar sér margfalt þegar á hólminn er komið.

  Gerð viðskiptaáætlunar

  Efnisgrind viðskiptaáætlunar

  Leiðbeiningar fyrir frumkvöðla

  Stafrænt forskot
  Stafrænt forskot er safn af vefritum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands býður fyrirtækjum til að hjálpa þeim að hagnýta vef, samfélagsmiðla og aðra stafræna tækni í  markaðsmálum og rekstri.

 • Panta viðtal

  Hægt er að panta viðtal hjá ráðgjöfum Heklunnar og fá aðstoð.

  Panta viðtal