Uppbyggingarsjóður

Markaðsstofa Reykjaness

Reykjanes UNESCO Global Geopark

Nýsköpun

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja hefur það að markmiði að stuðla að jákvæðri samfélagsþróun á Suðurnesjum með því að treysta stoðir menningar og auka samkeppnishæfni svæðisins.
Sjóðurinn er byggður á samningi um Sóknaráætlun Suðurnesja fyrir árin 2015 – 2019, sem atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið, mennta- og menningarmálaráðuneytið og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum hafa gert með sér og tekur við af Menningarsamningi Suðurnesja og Vaxtarsamningi Suðurnesja. Sjóðurinn styrkir menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni, og önnur verkefni sem falla að Sóknaráætlun Suðurnesja. Sjóðurinn auglýsir styrki til umsóknar ár hvert.

  • Fríða Stefánsdóttir, formaður
  • Guðmundur Grétar Karlsson
  • Guðný Kristjánsdóttir
  • Hilmar Egill Sveinbjörnsson
  • Jóhann Friðrik Friðriksson
  • Svavar Grétarsson
  • Elísabet Ásta Eyþórsdóttir

Verkefnastjóri er Björk Guðjónsdóttir og auglýsir sjóðurinn eftir umsóknum einu sinni á ári.

Um sjóðinn
Úthlutanir

Leiðbeiningarmyndband
Kynningarmyndbönd um verkefni sjóðsins

 

Markaðsstofa Reykjaness er samstarfsvettvangur sveitarfélaga og fyrirtækja á Reykjanesi við að markaðssetja Reykjanesið sem ákjósanlegan áfangastað fyrir ferðamenn. Helsta hlutverk markaðsstofunnar er að samræma markaðs- og kynningarmál ferðaþjónustu á Reykjanesi gagnvart innlendum og erlendum ferðamönnum.

Meðal verkefna sem markaðsstofan sinn er er að þróa og styrkja ímynd Reykjaness sem áhugaverðan áfangastað á Íslandi, vinna með upplýsingamiðstöðvum og gestastofum á svæðinu og samræma upplýsingar sem gefnar eru út. Markaðsstofan aðstoðar hagsmunaaðila við að samræma markaðsaðgerðir og viðburði innan svæðisins, tekur saman rannsóknir á ferðahegðun og markhópagreiningu og stuðlar að nýsköpun í ferðaþjónustunni á svæðinu ásamt því að veita aðstoð og ráðgjöf.

  • Kjartan Már Kjartansson formaður
  • Fannar Jónasson
  • Sigrún Árnadóttir
  • Magnús Stefánsson
  • Ásgeir Eiríksson
  • Guðjón Skúlason
  • Marta Jónsdóttir
  • Brynhildur Kristjánsdóttir

Náttúran á Reykjanesskaganum er stórbrotin með sínu mikla háhitasvæði með frussandi hverum og gufustrókum, hraunbreiðum og heimsþekktum fuglabjörgum.
Norður-Atlandshafshryggurinn rís úr sjó á Reykjanesi og þar er hægt að finna 100 mismunandi gíga, hella, hraunbreiður, kletta og svartar strendur.

Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.

Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.

Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.

Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.

Hér má sjá fundargerðir stjórnar

STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019

  • Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
  • Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
  • Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
  • Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
  • Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
  • Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
  • Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)

Í varastjórn eiga sæti:

  • Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
  • Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
  • Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
  • Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
  • Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
  • Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
  • Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)

Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.

Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).

Verkefnastjóri er Daníel Einarsson

Við styðjum bæði við ný sprotafyrirtæki sem og fyrirtæki í nýsköpun.

Stuðningur við frumkvöðla felst m.a. í leigu á aðstöðu í frumkvöðlasetrinu Eldey en einnig er boðið upp á ráðgjöf, fræðslu og námskeið.
Ráðgjafar Heklunnar veita aðstoð við gerð viðskiptaáætlana, markaðsáætlana og veita viðtöl og ráðgjöf til þess að fylgja nýsköpunarverkefnum eftir.

Boðið er upp á námskeið og fyrirlestra fyrir frumkvöðla.

Hægt er að panta viðtal hér.

Verkfærakista frumkvöðulsins

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/verkfaerakista-frumkvodulsins

Fjárfestakynningar

How To Create A Great Investor Pitch Deck For Startups Seeking Financing: https://www.forbes.com/sites/allbusiness/2017/03/04/how-to-create-a-great-investor-pitch-deck-for-startups-seeking-financing/#4ca34c782003

Linkar linkar með mjög góðum sýnidæmum(hægt að fletta glærunum):

30 Legendary Startup Pitch Decks And What You Can Learn From Them: https://piktochart.com/blog/startup-pitch-decks-what-you-can-learn/

35 Best Pitch Decks From 2017 That Investors Are Talking About: https://www.konsus.com/blog/35-best-pitch-deck-examples-2017/

Flott samantekt á lyftukynningu – Make your Pitch Perfect: The Elevator Pitch: https://www.youtube.com/watch?v=bZTWx2bftaw

Gott dæmi um stutta, hnitmiðaða kynningu: https://www.youtube.com/watch?v=i6O98o2FRHw

Lýsið hugmyndinni í 1-2 setningum, – fínt reyna að fylla inn í þetta: http://nmi.is/media/391514/leidarvisir-fyrir-frumkvodla_fillable-form.pdf

Markaðssetning

https://www.nmi.is/is/frumkvodlar/markadsmal

Frumlegar leiðir til að markaðssetja fyrirtæki

asdf

Fréttir

Uppbyggingarsjóður úthlutar styrkjum til

Uppbyggingarsjóður Suðurnesja úthlutaði sl. fimmtudag styrkjum til 28 verkefnað að upphæð 43.6 milljónum króna.Alls bárust 55 umsóknir með styrkbeiðnum að upphæð kr. 112.710.700. Heildarkostnaður við verkefnin samkvæmt mati umsækjenda voru kr. 312.038.578.  Fjögur verkefnanna flokkast undir stofn- og rekstrarstyrki til menningamála og hljóta þau alls 9,7 milljónir í styrk. Tólf verkefnanna eru á sviði menningar og lista og hlutu þau alls 13,8 milljónir í styrk og tólf verkefnanna tilheyra nýsköpun- og atvinnuþróun og hlutu þau alls 20,1 milljón í styrk. 
Tilgangur Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum og er sjóðurinn samkeppninssjóður. Auglýst er opinberlega eftir umsóknum og þær metnar út frá markmiðum og áherslum sem fram koma í Sóknaráætlun Suðurnesja 2015-2019 og reglum sjóðsins.
Eftirtalin verkefni hlutu styrk að þessu sinni:Nr. 1. Hæfileikar SamSuð 2017 – SamSuð – Samtök félagsmiðstöðva á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Stefán Arinbjarnarson.
Með Hæfileikum Samsuð er skapaður vettvangur fyrir ungmenni á Suðurnesjum til að sýna og rækta hæfileika sína. Slík keppni dregur einnig fram að á Suðurnesjum er margt ungt hæfileikafólk sem er um leið góðar fyrirmyndir fyrir jafningjana og hvetur þá til dáða. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð   kr. 500 þús.
Nr. 2. Ekki henda, ekki menga, fjölnotapoki til notkunar í grænmetis- og ávaxta deildum í matvörubúðum. Umsækjand: Lauma Gulbe og er hún jafnframt verkefnastjóri.
Plast er orðið stórt vandamál sem er viðurkennt víða um heim. Umhverfisvænn lífsstíll kemur meira og meira í tísku, hópur umhverisvænna notenda fer vaxandi. Til að uppfylla þarfir þessa markhóps er ætlunin að þróa og setja á markað fjölnotapoka. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 500 þús.
Nr. 3. Söngvaskáld á Suðurnesjum – Umsækjandi: Dagný Gísladóttir og er hún jafnframt verkefnastjóri.
Verkefnið miðar að því að kynna tónlistararf og tónlistarmenningu á Suðurnesjum og skapa um leið atvinnu fyrir tónlistarfólk á svæðinu sem og að auka vægi klassiskrar tónlistar á Suðurnesjum.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 600 þús.
 
Nr. 4. Leikfangasafn Helgu Ingólfsdóttur –  Umsækjandi: Helga Ingólfsdóttir og er hún jafnframt verkefnastjóri. 
Leikfangasafnið var opnað á Ljósanótt 2016. Til sýnis eru bæði safn nýrra og gamalla leikfanga, handgerðir þjóðbúningar, gamlir þjóðlegir fylgihlutir, hús og umhverfi. Safnið er ætlað fyrir safnakennslu um gömul vinnubrögð og búninga bæði fyrir börn og fullorðna. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús.
Nr. 5. Kynning á bókmenntaarfinum – Umsækjandi: Bókasafn Reykjanesbæjar ásamt almenningsbókasöfnunum í Garði, Grindavík, Sandgerði og Vogum . Verkefnastjóri: Stefanía Gunnarsdóttir.
Haldin verða 6 bókmenntakvöld þar sem kynntar verða íslenskar bókmenntir bæði í formi upplestra og fyrirlestra um höfunda og efni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 700 þús.
Nr. 6. Barnamenning 2017 – Umsækjandi: Menningarskrifstofa Reykjanesbæjar.  Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis.
Verkefnið er barnamenningarhátíð með þátttöku 10 leikskóla bæjarins allra 6 grunnskólanna, Fjölbrautarskóla Suðurnesja, Tónlistarskóla Reykjanesbæjar og dansskólanna tveggja í bænum.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.
Nr. 7. Rannsókn á áhrifum GeoSilica á heilsu. Umsækjandi: Nexis ehf. Verkefnastjóri: Jóhann Friðrik Friðriksson.
Frá því að GeoSilica hóf framleiðslu og sölu á GeoSilica fæðubótarefninu hefur fyrirtækinu borist reynslusögur frá notendum sem merkja jákvæðar breytingar á járnbúskap líkamanns auk annarra líkamlegra áhrifa. Markmið verkefnisins er að framkvæma klíníska rannsókn á fyrsta stigi á áhrifum GeoSilica á heilsu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.
Nr. 8. Krabba-Saga, þekking og fræðsla á 3 tungumálum. Umsækjandi: Veitingahúsið Vitinn. Verkefnastjóri: Brynhildur Kristjánsdóttir.
Veitingastaðurinn Vitinn hefur sett upp fjölmörg ker, bæði utan og innandyra í þeim tilgangi að geta sýnt krabba og skeldýr í eins nátturulegu umhverfi og kostur er. En krabbi og skeldýr eru á matseðli veitingastaðarins. Markmiðið með þessu verkefni er m.a. að útbúa faglegan, skýran og vandaðan texta á fleiri tungumálum, um skeldýrin í okkar umhverfi og hvernig við nýtum þau til matar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 800 þús.
Nr. 9. Náttúru- og menningarperlur Reykjaness í máli og myndum – Umsækjandi: Snorri Þór Tryggvason og er hann jafnframt verkefnastjóri. 
Myndir verða teknar að 70 helstu náttúru og menningarperlum Reykjaness og opnuð vefsíða með  ljósmyndunum auk ýmsum öðrum nýjungum. Verkefninu er þannig ætlað að stuðla að auknum vexti á sviði menningar og ferðaþjónustu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj.
 
Nr. 10. Samtvinnun tónlistar og myndlistar – Umsækjandi: Listasafn Reykjanesbæjar. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir.
Markmið verkefnisins er að halda sérstakt námskeið eða vinnusmiðu með ungu fólki þar sem unnið verður með tengingu tónlistar og myndlistar. Þátttakendur munu mála undir tónlist og semja tónverk eftir myndlist. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. 
Nr. 11. Reykjanesviti – Skjaldarmerkið heim – Umsækjandi. Hollvinasamtök Reykjanesvita og nágrennis. Verkefnastjóri: Hallur Gunnarsson.
Í minnum manna skartaði Reykjanesviti skjaldamerki Danakonungs, allt frá vígslu hans hinn 20. mars 1908 og fram til um 1970, eða í rúm 60 ár. Hollvinasamtökin vilja gera minjum sem tengjast dönsku konungsfjölskyldunni hærra undir höfði og vilja koma skjaldarmerkinu aftur á Reykjanesvita, þar sem hann á heima. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. 
Nr. 12. List án landamæra – Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Guðlaug María Lewis.
Markmið hátíðarinnar er að auka gæði, gleði, aðgengi, fjölbreytni og jafnrétti í menningarlífinu. Jafnframt að koma list fólks með fötlun á framfæri og auka samstarf á milli fatlaðs og ófatlaðs listafólks. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. 
Nr. 13. Áhrif loftslagsbreytinga á farfuglastofna. Umsækjandi: Þekkingarsetur Suðurnesja. Verkefnastjóri: Sölvi Rúnar Vignisson. 
Tjaldurinn er einn af einkennisfuglum á fjörusvæðum Suðurnesja og gefur tegundin góða mynd af ástandi annarra fuglastofna sem nýta sér fjörur svæðisins. Hann er bæði staðfugl og varpfugl og því er hann mjög hentugt viðfangsefni við slíka rannsókn og hægt að heimfæra niðurstöður verkefnisins yfir á aðrar tegundir. Áætlaður árangur verkefnisins er margþættur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð    kr. 1 millj. 
Nr. 14. Þjóðleikur á Suðurnesjum – Guðjón Þ. Kristjánsson sem er jafnframt verkefnastjóri. 
Þjóðleikur er leiklistarhátíð ungs fólks og er samstarf Þjóðleikhússins og verkefnisins Þjóðleikur. Öll fagleg þekking og aðstoð við hópanna kemur frá Þjóðleikhúsinu. Þrjú þekkt leikskáld hafa samið leikrit sérstaklega fyrir Þjóðleik, sem þátttakendur velja úr og æfa.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj. 
Nr. 15. Vöruþróun á 3 nýjum vörum. Umsækjandi: GeoSilica Iceland ehf. Verkefnastjóri: Fida Abu Libdeh.
Verkefnið lýtur að rannsóknum og greiningu á nýjum vörum sem byggja á Kísilvatninu sem nú þegar hefur verið þróað. Verkefnið lýtur einnig að  þróun á uppskriftum og þær gerðar tilbúnar til framleiðslu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1 millj.
 
Nr. 16. Skönnun á eldri tölu – Umsækjandi: Víkurfréttir. Verkefnastjóri Páll Ketilsson.
Verkefnið lýtur að skönnun á tölublöðum Víkurfrétta frá árinu 1980 til 2003. Verkefnið er a.m.k. 15 þúsund blaðsíður og er vinnan því nokkuð tímafrek. Ætlunin er að setja blöðin á Tímarit.is þar sem allir geta haft aðgang að blöðunum. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 1,2 millj. 
Nr. 17. Gagnvirkir fræðslustígar á Reykjanesi. Google Maps í menntun, fræðslu og markaðssetningu. Umsækjandi GeoCamp Iceland. Verkefnastjóri: Arnbjörn Ólafsson.
Verkefnið miðar að því að kortleggja og skilgreina hentuga stíga í Reykjanes Geopark og mynda þá með 360° myndavélum frá Google. Afurðirnar munu nýtast við fræðslu almennings, meðal annars í jarð- og landfræðikennslu á grunnskólastigum, fyrir leiðsögumenn og í staðarleiðsögn um Geopark.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr.1,5 millj. 
Nr. 18. Safnahelgi á Suðurnesjum – Umsækjandi: Sveitarfélögin 5 á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir 
Safnahelgi á Suðurnesjum er sameiginleg kynning allra safna, sýninga og setra á Suðurnesjum sem liður í menningarferðaþjónustu utan hins hefðbundna ferðamannatíma. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. 
Nr. 19. Geopark fyrirtæki. Umsækjandi: Reykjanes Geopark. Verkefnastjóri: Eggert Sólberg Jónsson.
Verkefnið lýtur að samstarfssamningum við fyrirtæki. Samningunum er ætlað að mæta þörfum gesta, fyrirtækja og samfélagsins á staðnum til að festa geo-feraþjónustu í sessi. Fyrirtækin sem undirrita samninginn fá leyfi til þess að nýta merki Reykjanes UNESCO Global Geopark í markaðssetningu sinni. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. 
Nr. 20. FlutningsVaki – Sjálfvirkt Gæðaeftirlit. Umsækjandi: Tæknifræðinám Keilis. Verkefnastjóri: Andri Þorláksson.
Verkefnið snýr að hönnun og þróun á nýjum sjálfvirkum búnaði sem skrásetur hvar, hvenær og hverskonar meðhöndlun varningur í flutningi verður fyrir. Búnaðurinn verður óháður staðsetningu og tíma og býður að auki upp á skrásetningu á umhverfisbreytum t.d. hitasitigi. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. 
Nr. 21. Einingafjöltengi. Umsækjandi: Mekano ehf. Verkefnastjóri: Sigurður Örn hreindal Hannesson. 
Á síðustu tveimur árum hefur margt gerst í verkefninu. Gerður hefur verið samstarfssamningur við fyrirtæki í USA um aðstoð á framleiðslu, dreifingu og val á verksmiðjum og birgjum. Þetta verkefni snýst um að koma einingafjöltengi Mekano í framleiðslu og á íslenskan markað. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj.
 
Nr. 22. Fjölþætt heilsuefling í Reykjanesbæ – Leið að farsælli öldrun. Umsækjandi: Velferðarsvið Reykjanesbæjar. Verkefnastjóri: Janus Guðlaugsson.
Verkefnið lýtur að heilsueflingu eldri aldurshópa í Reykjanesbæ, markmiðið er að draga úr öldrunareinkennum, efla og bæta lífsgæði þrátt fyrir hækkandi aldur. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2 millj. 
Nr. 23. Grunnsævi Suðurnesja – nýtingarmöguleikar krabba og annarra botndýra – Umsækjandi: Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Suðurnesjum. Verkefnastjóri: Halldór Pálmar Halldórsson.
Markmiðið með verkefninu er tvíþætt, annars vegar að rannsaka lifríki hafsbotns og sjávar á grunnsævi Suðurnesja með áherslu á krabbadýr og hins vegar að kortleggja búsvæði krabbategunda og annarra mögulegra nytjategund á svæðinu. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 2,5 millj 
Nr. 24. Verbúðin Bakki. – Umsækjand: Minja- og sögufélag Grindavíkur. Verkefnastjóri Örn Sigurðsson.
Verkefnið sem flokkast undir Stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála lýtur að uppbyggingu verbúðarinnar Bakka, sem hefur mikið sögu- og menningargildi fyrir Suðurnes.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. 
Nr. 25. Endurbygging Fischershúss 4. áfangi – Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir.
Verkefnið sem flokkast undir Stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála og lýtur að endurbyggingu Fischershúss sem Waldimar Fischer byggði árið 1881. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. 
Nr. 26. Endurbygging Gömlu búðar – Umsækjandi: Reykjanesbær. Verkefnastjóri: Valgerður Guðmundsdóttir. 
Verkefnið sem flokkast undir Stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála og lýtur að uppbyggingu Gömlu búðar sem reist var H.P. Duus kaupmanni í Keflavík árið 1871.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj. 
Nr. 27. Ferskir Vindar. – Umsækjandi: Ferskir vindar. Verkefnastjóri: Mireya Samper. 
Listahátíðin er alþjóðleg listahátíð og er um margt einstakur viðburður í íslensku menningarlífi. Með tilkomu hátíðarinnar hafa augu og hjörtu margra, ekki síst ungmenna, opnast fyrir nýjum möguleikum og hugmyndum.  Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 3 millj.  
Nr. 28. Taramar – sókn á erlenda markaði. Umsækjandi: Taramar ehf. Verkefnastjóri. Guðrún Marteinsdóttir.
Verkefnið lýtur að markaðssetningu á snyrtivörum í Bandaríkjunum. Þörf fyrir hreinar snyrtivörur fer stigvaxandi um leið og upplýsingar um óæskileg efni verða meira aðgengilegar. Verkefnið hlýtur styrk að fjárhæð kr. 4 millj.