
Framkvæmdasjóður ferðamannastaða hefur úthlutað 647 milljónum til 37 verkefna um allt land og fóru þrír styrkir til verkefna innan Reykjanes Geopark.
31. Reykjanes Geopark – Brimketill: Aðkoma og upplifunarsvæði
Kr. 25.600.000,- styrkur til framkvæmda við Brimketil í landi Grindavíkur á grundvelli samþykkts deiliskipulags. Um er að ræða bílastæði, stíga og útsýnispalla.
Vel undirbúið og mikilvægt verkefni vegna aðgengis og öryggis ferðamanna, og grunndvallarinnviða á sífellt fjölsóttari ferðamannastað.
41. Sveitarfélagið Garður – Salernis- og hreinlætisaðstaða Garðskaga
Kr. 13.200.000,- styrkur vegna uppbyggingar á salernis-og hreinlætisaðstöðu við Byggðasafnið á Garðskaga.
Brýnt verkefni til uppbyggingar grunnaðstöðu á sívinnsælli áfangastað, ekki síst með tilliti til norðurljósaferða utan hefðbundins opnunartíma.
25. Minjastofnun Íslands – Selatangar. Endurbætur á aðgengi og aukin upplýsingagjöf
Kr. 1.380.000,- styrkur til endurbóta á aðgengi og aukinni upplýsingagjöf við friðlýsta minjastaðinn á Selatöngum í Grindavík.
Verkefnið gerir gönguleiðina og sjálfan minjastaðinn öruggari fyrir ferðamenn, auk þess að styðja við upplifun á svæðinu og eykur þannig líkur á góðri umgengni við minjar og náttúru.