Fjárfestingarsjóðir
Eignarhaldsfélag Suðurnesja
Eignarhaldsfélag Suðurnesja styður við uppbyggingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Stuðningurinn getur verið í formi láns eða hlutafjárkaupa, bæði til nýrra fyrirtækja sem og fyrirtækja sem nú þegar eru í rekstri á Suðurnesjum. Eignarhaldsfélag Suðurnesja hf. er í eigu íslenska ríkisins, Byggðastofnunar, sveitarfélaganna á Suðurnesjum og ýmissa fagfjárfesta.
Byggðastofnun veitir langtímalán til fjárfestinga, hagræðingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar. Lánastarfsemi Byggðastofnunar er valkostur í fjármögnun sem stuðlar að hagstæðum lánskjörum og lánsframboði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í landsbyggðunum.
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins
Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins er áhættufjárfestir sem tekur virkan þátt í þróun og vexti atvinnulífsins með því að fjárfesta í vænlegum nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum.
- Hlutafjárþáttta
Meginstarfsemi Nýsköpunarsjóðs felst í kaupum á hlutafé í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum en fyrir framlag sjóðsins eignast hann hlutdeild í fyrirtækinu í samræmi við það verðmat sem eigendur viðskiptahugmyndarinnar og Nýsköpunarsjóður koma sér saman um.
- Lán með breytirétti
Nýsköpunarsjóður getur veitt nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum lán með breytirétti í hlutafé.
Lánin eru veitt til áhugaverðra fjárfestingakosta, þar sem ekki er talið tímabært að leggja fram hlutafé í viðskiptahugmyndina og einnig til fyrirtækja sem sjóðurinn hefur þegar fjárfest í og vill ekki auka hlut sinn í félaginu að svo stöddu.
Svanni Lánatryggingasjóður kvenna
Meginmarkmið sjóðsins er að styðja konur til nýsköpunar í atvinnulífi með því að veita ábyrgðir á allt að helming lána sem þær taka hjá lánastofnun til að fjármagna tiltekið verkefni.
Hópfjármögnun – Karolina Fund
Á undanförnum árum hefur hópfjármögnun (e.crowd funding) orðið vinsæl leið til að fjármagna ýmis verkefni og fyrirtæki.
Karolina Fund er fyrsta hópfjármögnunarsíða landsins og nú þegar er fjöldi verkefna skráður á síðunni.
Aðrir sjóðir
Arion banki fjárfestir árlega í 10 sprotafyrirtækjum í gegnum viðskiptahraðalinn Startup Reykjavík og einnig í 7 orkufyrirtækjum á sprotastigi í gegnum viðskiptahraðalinn Startup Energy Reykjavik ásamt Landsvirkjun, GEORG og Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Aðrir sjóðir sem hafa fjárfest í sprotafyrirtækjum eru Eyrir Sprotar, dótturfélag Eyrir Invest og Fjárfestingafélagið Investa.