Lán
Byggðastofnun
Byggðastofnun veitir langtímalán til fjárfestinga, hagræðingar og fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja á starfssvæði stofnunarinnar. Lánastarfsemi Byggðastofnunar er valkostur í fjármögnun sem stuðlar að hagstæðum lánskjörum og lánsframboði fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki í landsbyggðunum.
Stuðningur við fyrirtækjarekstur kvenna
Byggðastofnun býður upp á sérstakan lánaflokk til stuðnings atvinnurekstri kvenna á landsbyggðunum.
Lán eru eingöngu veitt fyrirtækjum sem eru amk 50% í eigu kvenna og undir stjórn kvenna. Krafa er um að verkefnið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.
Hér má sjá upplýsingar um fleiri lán hjá Byggðastofnun.
Lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir
Svanni veitir lánatryggingar til kvenna með góðar viðskiptahugmyndir og er í samstarfi við Landsbankann um lánafyrirgreiðslu. Sjóðurinn veitir helming ábyrgðar á móti banka. Eingöngu verkefni/fyrirtæki sem eru í meirihlutaeigu konu/kvenna og undir stjórn konu/kvenna geta sótt um tryggingu og er gerð krafa um að í verkefninu felist nýsköpun/nýnæmi að einhverju marki. Einnig er gerð krafa um að líkur séu verulegar á að verkefnið/fyrirtækið leiði til aukinnar atvinnusköpunar kvenna.