Hvergi í heiminum má sjá flekaskilin ganga á land með jafn áþreifanlegum hætti og á Reykjanesi. Í Reykjanes Geopark er að finna margar merkilegar jarðminjar og eru sumar þeirra einstakar á heimsvísu. Þar er að finna allar ólíkar eldstöðvar m.a. fjögur gosbelti og samanstendur hvert þeirra af hundruðum opinna sprungna, gígaraðir, dyngjur og skjaldlaga bungur.
Reykjanesskaginn er í dag geopark og hluti af verndaráætlun Unesco eða Unesco Global Geopark.
Reykjanes Geopark nær yfir allt land sveitarfélaganna Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga. Geopark er samstarfsvettvangur sem byggir á því að nýta sérstöðu svæðisins, þ.e. merkilega jarðfræðiarfleið og einstaka jarðsögu, til verðmætasköpunar.
Stjórn Reykjanes Geopark er skipuð sjö einstaklingum og sjö eru skipaðir til vara. Stjórnin er skipuð til eins árs í senn. Þau sveitarfélög sem ekki eiga fulltrúa í stjórn hafa rétt á að skipa áheyrnarfulltrúa með málfrelsi og tillögurétt.
Hér má sjá fundargerðir stjórnar
STJÓRN REYKJANES GEOPARK 2018-2019
- Ásgeir Eríksson, formaður (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
- Magnús Stefánsson (f.h. Suðurnesjabæjar)
- Sigurgestur Guðlaugsson (f.h. Reykjanesbæjar)
- Fannar Jónasson, formaður (f.h. Grindavíkurbæjar)
- Berglind Kristinsdóttir (f.h. Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja)
- Kristín Vala Matthíasdóttir (f.h. HS Orku)
- Árni Sigfússon (f.h. Bláa Lónsins)
Í varastjórn eiga sæti:
- Kjartan Már Kjartansson (f.h. Reykjanesbæjar)
- Jón Þórisson (f.h. Grindavíkurbæjar)
- Bergur Álfþórsson (f.h. Sveitarfélagsins Voga)
- Rakel Ósk Eckard (f.h. sameinaðs sveitarfélags Sandgerðisbæjar og Sveitarfélagsins Garðs)
- Hanna María Kristjánsdóttir (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
- Sindri Gíslason (f.h. Þekkingarseturs Suðurnesja)
- Sigrún Elefsen (f.h. Ferðamálasamtaka Reykjaness)
Reykjanesskaginn er ungur hluti Íslands. Reykjanes Geopark er 829 km2. Hann er þurrlendishluti Mið- Atlantshafshryggjarnins, mjög eldvirkur eins og neðansjávarhlutinn. Út frá honum rekur tvær jarðskorpuplötur (-fleka) í gagnstæðar áttir, að meðaltali 2,0-2,5 cm á ári.
Á skaganum er að finna mörg móbergsfjöll og -fell frá jökulskeiðum á síðari hluta kvarteru ísaldarinnar, og enn fremur hraun og eldstöðvar af hlýskeiðum, einkum nútíma (sl. 11.500 ár).
Verkefnastjóri er Daníel Einarsson