
Verkefni
-
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja
Uppbyggingarsjóður er samkeppnissjóður og hlutverk hans er að styrkja menningar-, atvinnu- og nýsköpunarverkefni á Suðurnesjum, auk annarra verkefna sem falla að sóknaráætlun landshlutans.
Uppbyggingarsjóður Suðurnesja auglýsir eftir styrkhæfum verkefnum árlega og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Suðurnesja 2015 – 2019 og reglum sjóðsins.
Stjórn Uppbyggingarsjóðs
- Ragnar Guðmundsson formaður
- Fríða Stefánsdóttir
- Margrét Soffía Björnsdóttir (Sossa)
- Brynja Kristjánsdóttir
- Jón Emil Halldórsson
- Jóngeir Hlinason
- Davíð Páll Viðarsson
-
Við höfum góða sögu að segja
Ímynd Reykjaness hefur of lengi verið neikvæð. Þaðan hafa t.a.m. reglulega borist fréttir um mikið atvinnuleysi og sú skoðun að þar sé ekki fallegt er of útbreidd. Samkvæmt rannsóknum er mælanlegur munur á viðhorfi til svæðisins borið saman við aðra landshluta. Hið athyglisverða er þó að á bak við það viðhorf leynist oftar en ekki fordómar eða einfaldlega rangar upplýsingar.
Markaðsátakið Reykjanes – við höfum góða sögu að segja,hefur það markmið að leiðrétta þennan ímyndarhalla. Reykjanesið er auðugt af stórmerkum jarðfræðilegum náttúrufyrirbærum, þar er víða ægifagurt og atvinnuleysi er nánast hverfandi. Vöxtur fyrirtækja hefur verið ógnarhraður og þangað vantar fólk til starfa. Markmið herferðarinnar er að sýna fram á kosti Reykjaness sem atvinnu- og búsetusvæðis og um leið stappa stálinu í núverandi íbúa og auka stolt þeirra og ánægja af sinni heimabyggð.
Auglýsingar herferðarinnar byggja að miklu leiti á vitnisburði íbúa Reykjaness. Í gegnum þeirra líf fáum við innsýn í kraftmikið og spennandi samfélag þar sem er gott og búa og starfa.
Verkefnið er unnið í samstarfi sveitarfélaga á Suðurnesjum og fyrirtækja og er markaðsherferðin unnin af HN samskiptum. Verkefnastjóri er Dagný Gísladóttir.
Hefur þú góða sögu að segja? Hafðu þá samband á frettir@visitreykjanes.is
-
Hakkit - Stafræn smiðja
Hakkit er stafræn smiðja sem miðar að því að tengja saman tækni og hönnun og er styrkt af Sóknaráætlun Suðuresja og Nýsköpunarmiðstöð Íslands en verkefninu er stýrt af Keili, miðstöð vísinda fræða og atvinnulífs á Suðurnesjum.
Hakkit byggir að hluta til á reynslu Fablab á Íslandi en þó enn frekar á grunni Hackerspace/Hakkasmiðja sem líta má á sem samfélagslega vinnustofu, tilraunastofu og eða verkstæði „garage“ þar sem einstaklingar með mismunandi þekkingu og hæfileika geta samnýtt, búið til og skiptst á hlutum, þekkingu og hugmyndum.
Í Hakkit má finna: þrívíddarprentara, vínilprentara, laserprentara og cnc fræsara auk rafeindabúnaðar og minni verkfæra.
Áhersla er lögð á endurvinnslu og grænt umhverfi þar sem unnið verður með „ónýt“ tæki og búnað og þeim fundin ný hlutverk í stað förgunar – á skapandi hátt.
-
Starfsgreinakynning
Heklan stendur fyrir árlegri starfsgreinakynningu fyrir nemendur í grunnskólum sem styrkt er af Sóknaráætlun Suðurnesja.
Markmið kynningarinnar er að efla starfsfræðslu og menntun grunnskólanemenda. Hún er einnig mikilvægur þáttur í því að auka starfsvitund og skerpa á framtíðarsýn ungs fólks.
Kynningunni er sérstaklega beint að eldri nemendum grunnskólanna, meðal annars vegna þess að hlutfall þeirra 10. bekkinga sem halda áfram námi að loknum grunnskóla er lægra á Suðurnesjum en annars staðar á landinu. Á kynninguna koma þó einnig nemendahópar úr Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Kynningin hefur tekist vel síðustu ár og skipuleggjendur hennar hafa fundið fyrir ánægju meðal skólanna sem taka þátt og þeirra sem taka að sér að kynna störf sín. Sérstaklega ber að þakka þeim einstaklingum og fyrirtækjum sem tekið hafa þátt í kynningunni en sömu aðilar hafa gert það ár eftir ár, jafnvel þó að þetta sé allt unnið í sjálfboðavinnu. Án þessarar miklu velvildar atvinnulífsins á svæðinu væri ómögulegt að halda kynningu sem þessa.
-
SAR - Samtök atvinnurekenda á Reykjanesi
Samstarf Heklunnar og Samtaka atvinnurekenda á Reykjanesi er með þeim hætti að Heklan skipaði aðila í stjórn SAR. Fulltrúi Heklunnar er í framkvæmdanefnd SAR ásamt framkvæmdastjóra SAR og fulltrúa Ísavía.
Helstu verkefni hópsins hafa verið þróun á samstarfi fyrirtækja á Reykjanesi, tenging atvinnulífsins innávið og útávið með það að markmiði að efla atvinnu og minnka atvinnuleysi á Reykjanesi. Þróað hefur verið samstarf fulltrúa stærstu fyrirtækja á Reykjanesi og hittast þeir fulltrúa á hádegisverðarfundi á tveggja mánaða fresti.